Alicia, sem var í bakpokaferðalagi, var undir áhrifum áfengis þegar hún leigði rafskútu og ók henni um götur miðborgarinnar með vinkonu sína standandi fyrir aftan sig. Rafskútunni var ekið aftan á 51 árs gamlan karlmann sem féll harkalega og skall með höfuðið í gangstétt. Hann lést nokkrum dögum síðar af völdum heilablæðingar.
Samkvæmt frétt BBC höfðu Alicia og vinkona hennar setið að drykkju á bar fyrr um daginn, en þeim var vísað á dyr vegna ölvunar. Talið er að skútan hafi verið á 20–25 km hraða þegar slysið varð. Vinkona Aliciu slasaðist einnig mikið; hún hlaut höfuðkúpubrot og nefbrot, þó ekki lífshættuleg meiðsl.
Slysið vakti mikla athygli í áströlskum fjölmiðlum og varð til þess að yfirvöld í Perth ákváðu að stöðva starfsemi rafskútuleigufyrirtækja um óákveðinn tíma.
Alicia kom fyrir dóm í gærmorgun og játaði sök. Hámarksrefsing fyrir brotið er 20 ára fangelsi, og verða réttarhöld í málinu í október næstkomandi.