fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Pressan

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins

Pressan
Þriðjudaginn 12. ágúst 2025 21:30

Anna Pelyao

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tæpa þrjá áratugi beið lögreglan í Washington-ríki í Bandaríkjunum eftir stórum vendingum í hryllilegu morðmáli þar sem 13 ára stúlka var myrt. Hún fannst liggjandi í vegkanti í desember 1997. Hún hafði verið skotin í höfuðið.

Stúlkan hét Anna Pelyao og var fyrirmyndarnemandi en breyting varð þar á þegar hún lenti í vandræðum í skólanum sínum. Hún fór að umgangast afbrotamenn, þeirra á meðal var Jesse Lee Castillo, sem var 23 ára.

Desembernótt eina lenti hún upp á kant við föður sinn þegar hann var á leið til að sækja hana á bifreiðastæði og hún yfirgaf staðinn áður en hann kom þangað.

En hún hafði ekki hlaupist á brott til að sleppa frá föður sínum. Næsta morgun fannst hún liggjandi í vegkanti nærri bænum Pasco. Hún hafði verið skotin í höfuðið en var lifandi þegar að var komið. Hún var strax flutt á sjúkrahús en lést á skurðarborðinu.

Rannsókn lögreglunnar skilaði ekki miklum árangri en þó beindist grunur að Castillo en lögreglan hafði engin afgerandi sönnunargögn til að geta handtekið hann en var þess fullviss að hann vissi meira en hann vildi skýra frá.

En í lok júlí á þessu ári gat lögreglan loksins handtekið hann vegna morðsins.

Það var gert á grunni DNA-rannsóknar á erfðaefni sem fannst á Önnu. Þá var tæknin ekki nægilega góð til að hægt væri að finna morðingjann út frá erfðaefninu. En tækninni hefur fleygt fram og með nútímatækni tókst að sanna að erfðaefnið er úr Castillo.

Lögregluna grunaði frá upphafi að Ann hafi talið að hún ætti í ástarsambandi við Castillo. Lögreglan hafði ítrekað sótt hana heim til hans eftir að hún hafði látið sig hverfa að heiman.

Lögreglan taldi að Castillo hefði brotið kynferðislega á Önnu og myrt hana. DNA, sem var á fatnaði hennar og piparúðabrúsa, sem var við hlið hennar, var úr Castillo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hryllilegt mál – Lét svínin éta tvær konur

Hryllilegt mál – Lét svínin éta tvær konur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Velti fyrir sér hvers vegna hún hætti að sjá myndir af litla frænda sínum á samfélagsmiðlum – Óhugnanlegur sannleikurinn kom í ljós síðar

Velti fyrir sér hvers vegna hún hætti að sjá myndir af litla frænda sínum á samfélagsmiðlum – Óhugnanlegur sannleikurinn kom í ljós síðar