fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Pressan

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi

Pressan
Þriðjudaginn 12. ágúst 2025 07:00

Brokkolí.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalskur karlmaður á sextugsaldri lést í síðustu viku eftir að hafa borðað samloku með brokkolí og kjötáleggi. Hann keypti samlokuna í matsöluvagni í ítalska strandbænum Diamante.

Maður var akandi á leið til Napólí þegar hann veiktist skyndilega. Hann hafði ekki hugmynd um hvað væri að honum og var stefnan sett á sjúkrahús. En þangað komst hann ekki því hann lést í bílnum.

Dánarorsökin var botulismi sem er sjaldgæft form matareitrunar. Bild skýrir frá þessu.

Botulismi getur myndast í niðursoðnum mat og það var einmitt tilfellið með brokkolíið, sem var á samlokunni, sem maðurinn borðaði.

Ítölsk heilbrigðisyfirvöld hafa nú innkallað mikið magn af niðursoðnu brokkolí í olíu.

Níu aðrir, sem borðuð samlokur keyptar í sama matarvagni, liggja nú á sjúkrahúsi og voru tveir í lífshættu við komuna á sjúkrahúsið.

Lögreglan er að rannsaka málið og beinist hún að eiganda matarvagnsins sem og fyrirtækinu sem framleiddi niðursoðna brokkolíið.

Á vefsíðunni doktor.is segir að botulismi sé sjaldgæfur en alvarlegur sjúkdómur sem bakterían Clostridium Botilinum valdi. Bakterían myndar taugaeitur sem truflar boðefni í vöðvum og veldur það vöðvaslappleika sem hefur svo víðtækari áhrif.

Botulismi hefur aðeins þrisvar greinst hér á landi og höfðu öll hin smituðu borðað súrt dilkakjöt eða súrt slátur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Var klámfíkill – „Þegar ég stundaði kynlíf með kærustunni sá ég klámmyndir fyrir mér í höfðinu“

Var klámfíkill – „Þegar ég stundaði kynlíf með kærustunni sá ég klámmyndir fyrir mér í höfðinu“
Pressan
Í gær

Óskarsverðlaunaleikkonan fékk boð um stefnumót frá Trump daginn sem hún skildi við eiginmann sinn

Óskarsverðlaunaleikkonan fékk boð um stefnumót frá Trump daginn sem hún skildi við eiginmann sinn
Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessar matvörur hraða þyngdartapi og þessar vinna gegn því

Þessar matvörur hraða þyngdartapi og þessar vinna gegn því
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær