Karlmaður og kona sitja í haldi lögreglu grunuð um barnsmorð í kjölfar þess að eins árs stúlka lést af áverkum sínum á sjúkrahúsi á Wighteyju, fyrir utan strönd Suður-Englands.
Barnið hefur verið nafnbirt og myndbirt í breskum fjölmiðlum en hún hét Jayla-Jean Mclaren. Hún lést á sunnudaginn, tveimur dögum eftir að hún hafði verið lögð inn á sjúkrahúsið. Var hún með mjög alvarlega áverka.
Karlmaðurinn (31 árs) og konan (27 ára) sem eru í haldi lögreglu vegna málsins eru frá Newport. Þau eru grunuð um alvarlega líkamsárás sem leiddi til dauða.
Talsmaður lögreglu segir: „Við vitum að þetta mál hefur valdið uppnámi í samfélaginu og hugur okkar er hjá þeim sem dauði Jayla-Jean snertir. Þessar handtökur eru einungis hluti af viðamikilli rannsókn sem ætlað er að leiða í ljós nákvæmlega hvað kom fyrir Jayla-Jean og rannsóknin heldur fram.“
Sjá nánar hér.