fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Pressan

Velti fyrir sér hvers vegna hún hætti að sjá myndir af litla frænda sínum á samfélagsmiðlum – Óhugnanlegur sannleikurinn kom í ljós síðar

Pressan
Mánudaginn 11. ágúst 2025 21:30

Cassie er hér til vinstri með litla frænda sínum, Abiyah, og systur sinni, Naiyahmni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég tók eftir því að hún hafði hætt að birta myndir af Abiyah á samfélagsmiðlum, en ég gerði ráð fyrir því að það væri frekar vegna þess að hún vildi tryggja persónuvernd hans en eitthvað annað.“

Þetta segir hin breska Cassie Rowe í viðtali við Daily Mail. Systir hennar, Naiyahmi Yasharahyalah, afplánar nú 19 og hálfs árs fangelsisdóm fyrir að valda dauða sonar síns, hins þriggja ára gamla Abiyah Yasharahyala árið 2020.

Það var ekki fyrr en rúmum tveimur árum síðar, eða árið 2022, að líkamsleifar drengsins fundust í grunnri gröf í garði við hús Naiyahmni og eiginmanns hennar í borginni Birmingham.

Nú hefur Cassie hrint af stað söfnun á vefnum GoFundMe þar sem hún safnar peningum fyrir fallegum legsteini á hvíldarstað Abiyah.

Alvarleg vannæring og beinkröm

Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en Naiyahmi og eiginmaður hennar, Tai, voru meðlimir í söfnuði sem kallast Royal Ahayah’s Witness. Þau voru heltekin af því að borða einungis hreinan mat og lifðu einungis á ávöxtum, hnetum og fræjum. Þá trúðu þau ekki á hefðbundin læknavísindi og það átti eftir að koma þeim í koll.

Þau vanræktu son sinn sem var haldinn alvarlegri vannæringu. Þá fékk hann beinkröm sem er svokallaður hörgulsjúkdómur vegna skorts á D-vítamíni.

Í janúar 2020 lést Abiyah af völdum alvarlegrar öndunarfærasýkingar. Eftir andlátið var hann látinn liggja í rúmi sínu í átta daga þar sem foreldrar hans trúðu því að hann myndi vakna aftur. Þegar það gerðist ekki var lík hans grafið í garðinum.

Myndirnar hættu að birtast

Þegar þarna var komið sögu voru samskipti Cassie og Naiyahmni lítil sem engin en Cassie fylgdist þó með lífi fjölskyldunnar á samfélagsmiðlum þar sem Naiyahmni var dugleg að birta myndir af syni sínum. Dag einn hættu þessar myndir að birtast og segist Cassie hafa rætt það við móður þeirra nokkru síðar að hún hefði áhyggjur af drengnum. Það sem þær vissu ekki var að litli drengurinn var látinn.

Það var svo í desember 2022 að Tai sagði sjálfur við lögreglu að sonur þeirra hefði dáið tveimur og hálfu ári áður og að lík hans væri grafið í garðinum. Var lögregla fljót að komast að því að dauðsfallið hafði ekki verið tilkynnt neinum yfirvöldum á sínum tíma og leiddi rannsókn í ljós að hann hefði dáið vegna vanrækslu. Tai var dæmdur í 24 og hálfs árs fangelsi vegna málsins í desember í fyrra.

Eins og að framan greinir hefur Cassie hrint af stað söfnun svo hægt sé að kaupa fallegan legstein á grafarstað Abiyah og hefur söfnunin gengið vonum framar.

„Hann var bara yndislegt barn. Ég vil bara eitthvað sem endurspeglar hver hann var á þeim stutta tíma sem hann var á þessari jörð,“ segir Cassie.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Evrópskar borgir leggja háar sektir gegn ýmsu athæfi ferðamanna – „Heimamenn eru komnir með nóg“

Evrópskar borgir leggja háar sektir gegn ýmsu athæfi ferðamanna – „Heimamenn eru komnir með nóg“
Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hefndi sín grimmilega fjórum árum eftir að hafa fengið vitlaust álegg á samlokuna

Hefndi sín grimmilega fjórum árum eftir að hafa fengið vitlaust álegg á samlokuna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð í Grikklandi: Sofnaði á sólbekk við hlið eiginkonu sinnar – „Þegar ég vaknaði var hún horfin“

Martröð í Grikklandi: Sofnaði á sólbekk við hlið eiginkonu sinnar – „Þegar ég vaknaði var hún horfin“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gekk inn á sjúkrahús með mannshöfuð í poka

Gekk inn á sjúkrahús með mannshöfuð í poka
Pressan
Fyrir 4 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu