fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Svakalegar lýsingar á óskum Andrésar prins – „Ég er diplómat, ekki melludólgur“

Pressan
Mánudaginn 11. ágúst 2025 03:17

Andrés prins virðist hafa verið ansi kvensamur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri bók um Andrés prins, sem heitir „Entitled: The Rise and Fall of the House of York“ koma fram nýjar upplýsingar um hegðun prinsins, sem hefur nú ekki alltaf verið til fyrirmyndar svo ekki sé dýpra í árina tekið.

Mirror segir að höfundur bókarinnar, Andrew Lownie, skýri meðal annars frá undarlegum beiðnum starfsfólks prinsins á þeim tíma sem hann var „sérstakur fulltrúi bresks efnahagslífs“.

„Margir tala um að starfsfólk Andrésar hafi oft beðið um að aðlaðandi konum yrði boðið á samkomur,“ segir Lownie í bókinni og bætir við að „einkaritari Andrésar hafi sagt: „Honum líkar við ljóshærðar konur.“ Diplómat er sagður hafa svarað þessu um hæl: „Ég er diplómat, ekki melludólgur.“

Vinur Andrésar ræddi við Lownie um sambands prinsins við konur og segir að hann sé „myndarlegur“ en vísar því á bug að hann sé maður sem eltist við konur. „Í hreinskilni sagt, þá reiknar hann frekar með að konurnar komi til hans en þegar þær gera það, þá er hann í raun mjög latur og ekki sérstaklega fær, félagslega, um að tala við þær,“ sagði vinurinn.

Í bókinni er því haldið fram að Andrés hafi stundað kynlíf með rúmlega 1.000 konum, allt frá pólitíkusum til Playboy-fyrirsæta.

Bókin kemur út á fimmtudaginn og byggist á viðtölum við rúmlega 100 manns sem hafa aldrei áður tjáð sig um prinsinn og líf hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fór á stefnumót – Við tók áralangur hryllingur – Að lokum kom óhugnanlegur sannleikurinn í ljós

Fór á stefnumót – Við tók áralangur hryllingur – Að lokum kom óhugnanlegur sannleikurinn í ljós
Pressan
Í gær

Hefndi sín grimmilega fjórum árum eftir að hafa fengið vitlaust álegg á samlokuna

Hefndi sín grimmilega fjórum árum eftir að hafa fengið vitlaust álegg á samlokuna
Pressan
Í gær

Skelfileg sjón blasti við lögreglu í yfirgefnu húsi

Skelfileg sjón blasti við lögreglu í yfirgefnu húsi
Pressan
Í gær

Góðverk hennar á kaffihúsinu tók óvænta stefnu

Góðverk hennar á kaffihúsinu tók óvænta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk ekki aðalhlutverkið i Titanic vegna smábeiðni frá Cameron

Fékk ekki aðalhlutverkið i Titanic vegna smábeiðni frá Cameron
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vilja sjálfstætt Austur-Grænland

Vilja sjálfstætt Austur-Grænland