Mirror segir að höfundur bókarinnar, Andrew Lownie, skýri meðal annars frá undarlegum beiðnum starfsfólks prinsins á þeim tíma sem hann var „sérstakur fulltrúi bresks efnahagslífs“.
„Margir tala um að starfsfólk Andrésar hafi oft beðið um að aðlaðandi konum yrði boðið á samkomur,“ segir Lownie í bókinni og bætir við að „einkaritari Andrésar hafi sagt: „Honum líkar við ljóshærðar konur.“ Diplómat er sagður hafa svarað þessu um hæl: „Ég er diplómat, ekki melludólgur.“
Vinur Andrésar ræddi við Lownie um sambands prinsins við konur og segir að hann sé „myndarlegur“ en vísar því á bug að hann sé maður sem eltist við konur. „Í hreinskilni sagt, þá reiknar hann frekar með að konurnar komi til hans en þegar þær gera það, þá er hann í raun mjög latur og ekki sérstaklega fær, félagslega, um að tala við þær,“ sagði vinurinn.
Í bókinni er því haldið fram að Andrés hafi stundað kynlíf með rúmlega 1.000 konum, allt frá pólitíkusum til Playboy-fyrirsæta.
Bókin kemur út á fimmtudaginn og byggist á viðtölum við rúmlega 100 manns sem hafa aldrei áður tjáð sig um prinsinn og líf hans.