Samkvæmt heimildum CNN hefur Trump ákveðið að færa myndir af Barack Obama, George W. Bush og George H.W. Bush á minna sýnileg svæði í Hvíta húsinu.
Samkvæmt heimildum CNN hangir myndin af Obama nú efst í Grand Staircase-tröppunum, svæði sem aðeins er aðgengilegt fyrir forsetafjölskylduna, leyniþjónustuna og tiltekna starfsmenn – langt utan sjónsviðs þúsunda gesta sem heimsækja Hvíta húsið daglega.
Myndir beggja Bush-forsetanna hafa einnig verið fluttar á sama afskekkta stað, samkvæmt heimildum CNN.
Aðgerðin er talin undirstrika viðvarandi spennu á milli Trumps og forvera hans í embætti. Obama er ekki í miklum metum hjá Trump en stutt er síðan hann sakaði Obama og teymi hans um landráð í forsetakosningunum 2016. Þá er saga um ágreining milli Trumps og Bush-fjölskyldunnar en George H.W. Bush heitinn kallað Trump einu sinni „rugludall“.
Í gegnum árin hefur venjan verið sú að málverk nýlegra Bandaríkjaforseta eru sýnd á áberandi stað við inngang Hvíta hússins þar sem þau sjást glögglega við opinbera viðburði og í ferðum almennings.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump grípur til sambærilegra aðgerða en á fyrsta kjörtímabili sínu sem forseti skipti hann út málverkum af Bill Clinton og George W. Bush fyrir myndir af William McKinley og Theodore Roosevelt. Þá er þess getið í umfjöllun CNN að málverk af Joe Biden hafi enn ekki verið fullgert.