fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

L‘Oréal ræður klámstjörnu sem fyrirsætu

Pressan
Mánudaginn 11. ágúst 2025 03:15

Skjáskot af Ari Kytsya í auglýsingum Urban Decay.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franski snyrtivöruframleiðandinn L‘Oréal segir á heimasíðu sinni að fyrirtækið starfi ekki með áhrifavöldum sem deila klámefni. En nú hefur fyrirtækið ráðið OnlyFans-stjörnuna Ari Kytsya til að sitja fyrir í auglýsingaherferð. Þar með brýtur fyrirtækið gegn eigin siðferðisreglum.

Margir hafa áhyggjur af að með þessu sé verið að réttlæta klámsíðuna OnlyFans, sérstaklega fyrir ungar konur sem hugsanlega er auðvelt að hafa áhrif á. The Guardian skýrir frá þessu.

Ari Kytsya er vinsæll áhrifavaldur með milljónir fylgjenda á TikTok og Instagram en hún birtir einnig klámefni, þar sem hún er í aðalhlutverki, á OnlyFans.

Í auglýsingum, sem snyrtivörumerki L‘Oréal, Urban Decay, hefur birt á samfélagsmiðlum, segir Kytsya að fólk setji „leiðinlegan“ andlitsfarða“ á sig. Í auglýsingunum er spilað inn á þá staðreynd að hluti af vinnu hennar er að gera klámmyndbönd.

„Var andlitsfarði ekki búin til, til að koma fram á sviði, fyrir myndavélar og á dýnum?“ spyr stjarnan, sem kallar sig oft „matress actress“ (dýnu leikkonu) sem vísar auðvitað til starfs hennar sem klámmyndaleikkonu.

Neðst í auglýsingunni stendur: „UD likes it raw“ sem er slangur fyrir að vilja stunda kynlíf án þess að nota smokk.

„Ég er ekki hrædd við að fara alla leið en það virðist sem heimurinn sé það,“ segir Kytsya.

Veitir góð ráð um klámiðnaðinn

Á TikTok veitur Kytsya oft góð ráð um hvernig er hægt að lifa af því að selja myndefni á OnlyFans og getur fylgjendum sínum góð ráð um hvernig þeir komast inn í klámiðnaðinn og hvernig þeir eiga að bera sig að í honum.

Hún ráðleggur til dæmis þeim fylgjendum sínum, sem hafa áhuga á að verða „matress actresses“ að fara oft í kynsjúkdómarannsóknir og hún ráðleggur þeim að byrja ekki í kláminu um leið og þeir verða átján ára.

En hún segir einnig að það séu miklir peningar í boði: „Það sem einkennir starfið mitt er að ef þú ferð í þetta af fullum krafti, þá getur þú þénað nóg til að byrja á einhverju öðru, kaupa hús, leigja út íbúðir eða fjárfesta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fór á stefnumót – Við tók áralangur hryllingur – Að lokum kom óhugnanlegur sannleikurinn í ljós

Fór á stefnumót – Við tók áralangur hryllingur – Að lokum kom óhugnanlegur sannleikurinn í ljós
Pressan
Í gær

Hefndi sín grimmilega fjórum árum eftir að hafa fengið vitlaust álegg á samlokuna

Hefndi sín grimmilega fjórum árum eftir að hafa fengið vitlaust álegg á samlokuna
Pressan
Í gær

Skelfileg sjón blasti við lögreglu í yfirgefnu húsi

Skelfileg sjón blasti við lögreglu í yfirgefnu húsi
Pressan
Í gær

Góðverk hennar á kaffihúsinu tók óvænta stefnu

Góðverk hennar á kaffihúsinu tók óvænta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk ekki aðalhlutverkið i Titanic vegna smábeiðni frá Cameron

Fékk ekki aðalhlutverkið i Titanic vegna smábeiðni frá Cameron
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vilja sjálfstætt Austur-Grænland

Vilja sjálfstætt Austur-Grænland