Hátalararnir hafa verið notaðir til að útvarpa áróðri og K-poppi til nágrannanna í Norður-Kóreu. Frjálslynd ríkisstjórn tók nýlega við völdum í Suður-Kóreu og í júní stöðvaði hún áróðursútsendingarnar.
Litið var á það sem tilraun til að byggja upp traust og opna fyrir viðræður við einræðisstjórnina í Pyongyang en hún hefur nær algjörlega lokað á samskipti við Suður-Kóreu á undanförnum árum.
En einræðisstjórnin er ekki á þeim buxunum að ræða málin við grannana í suðri og segist einfaldlega ekki hafa neinn áhuga á því.