Óskarsverðlaunaleikkonan Emma Thompsons greindi frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði boðið henni á stefnumót, sama dag og Thompson skildi við eiginmann sinn, leikarann og leikstjórann Kenneth Branagh.
Á kvikmyndahátíðinni Locarno Film Festival sem fram fór í Sviss á laugardag sagði Thompsons áhorfendum frá því að hún hefði fengið símtal frá Trump.
„Hann sagði: „Sæl þetta er Donald Trump.“ Ég hélt þetta væri eitthvað grín og spurði: „Hvernig get ég aðstoðað þig? Ég hélt kannski að hann þyrfti leiðbeiningar eða eitthvað,“ sagði Thompson hlæjandi.
„Þá segir hann: „Ég hefði gaman af því ef þú myndir koma og dvelja á einum af mínum fallegu heimilum. Kannski við gætum fengið okkur kvöldmat.“
Thompson segir að hún hafi hafnað boði Trump blíðlega og bætti við: „Ég sagði: „Jæja, það er mjög sætt. Þakka þér kærlega fyrir. Ég hef samband aftur.““
Á þessum tíma var Trump nýskilinn við aðra konu sína, Marlu Maples, sem hann á dótturina Tiffany með.
Thompson og Branagh giftu sig árið 1989 eftir tveggja ára samband. Hjónabandinu lauk árið 1995. Á þeim tíma kenndu þau annríki í vinnu um slit hjónabandsins. En síðar kom í ljós að Branagh hafði hafið ástarsamband við Helenu Bonham Carter á meðan þau léku saman í Mary Shelley’s Frankenstein frá árinu 1994.
Árið 2022 opnaði Thompson sig um ástarsambandið í viðtali við New Yorker.
„Ég var algjörlega, algjörlega blind fyrir því að hann átti í samböndum við aðrar konur á setti,“ sagði Thompson. „Það sem ég lærði var hversu auðvelt það er að láta eigin löngun til að blekkja sjálfan sig blinda sig.“
Segir hún að skilnaðurinn hafi tekið mjög á sig.
Sem betur fer hringdi Thompson aldrei aftur í Trump. Hún kynntist leikaranum Greg Wise, þegar þau léki saman í Sense and Sensibility árið 1995 og giftu þau sig árið 2003. Þau eiga dótturina Gaiu, 25 ára, og kjörsoninn Tindy, 36 ára.