fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Pressan

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Pressan
Sunnudaginn 10. ágúst 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Shaun Tullier, 35 ára, og eiginkona hans Caroline, 32 ára, fluttu inn í hús sitt á bresku eyjunni Guernsey í október árið 2021. Þau vissu þegar þau keyptu húsið að það hafði verið notað sem þýsk byssustöð í seinni heimsstyrjöldinni, en þau veltu alltaf fyrir sér hvort meira gæti leynst undir yfirborðinu.

„Ég fæddist á Guernsey, svo ég vissi alltaf um skotbyrgi, en þegar íbúar Guernsey komu aftur til Guernsey eftir stríðið vildu þeir fylla öll skotbyrgin,“ segir Shaun.

Þessar tegundir af stríðsmannvirkjum voru skildar eftir þegar hernámi þýskra hermanna á  Ermarsundseyjum frá 1940 til 1945 lauk, og þeir höfðu breytt eyjunum í „óvinnandi virki“ að skipun Adolfs Hitlers.

Það var ekki fyrr en hjónin hófu að gera upp framgarðinn sinn að fyrri eigendur hússins höfðu samband og staðfestu grunsemdir þeirra. Eftir að hafa fjarlægt meira en 100 tonn af mold úr framgarðinum fundu hjónin að lokum óhugnanlegan stiga sem leiddi niður í tvö stór herbergi og gang, sjö metrum fyrir neðan hús þeirra. Byrgið er merkt með óhugnanlegum setningum nasista, líkt og „achtung feind hort mit“ sem þýðir „varist, óvinurinn er að hlusta“.

Hjónin hafa ákveðið að breyta byrginu í tómstundaherbergi með snókerborði og líkamsræktarstöð. Þau vonast til að klára að mála það í nóvember, en hafa ákveðið að halda óhugnanlegum texta á veggjum óbreyttum.

„Margir eiga ennþá skotbyrgi hér, en þau eru niðri við götuna og í görðum ekki undir húsinu! Maður vissi aldrei í hvaða ástandi þessi skotbyrgi eru, hvar þau eru, hversu djúp þau eru, maður getur ekki byrjað að grafa allt í kring bara til að reyna að komast að því. Við vissum að grunnur hússins hafði verið notaður sem geymsla fyrir þýskar byssur, en það sem við vissum ekki er hvort það væru einhver herbergi.“

Shaun útskýrði hvernig parið vildi breyta framgarðinum sínum. Hann starfar sem smiður og hóf að auglýsa skurðarbretti til sölu á Facebook. Það var þá sem fyrri eigandi hússins hafði samband við hann og gaf honum ábendingu um byrgið undir lóðinni.

„Gamli eigandinn hafði samband við mig þar sem hún þekkti bleika eldhúsið á myndunum. Hún sagði: „Fannstu herbergin fyrir neðan húsið þitt. Við lékum okkur þar inni þegar við vorum börn, pabbi minn fyllti síðan í þau, ég veit að þau eru fyrir framan húsið.“

Hjónin í miðjunni.

Shaun segist því hafa sagt við eiginkonuna að þau þyrftu að grafa upp innkeyrsluna, viku eftir að þau fullgerðu hana.

Byrgið samanstóð af tveimur aðalherbergjum sem mældust 4,7 metrar á lengd og 4,7 metrar á lengd og 6 metrar á lengd, og gangi sem er 9 metrar á lengd og 12 metrar á breidd. Frá jarðhæð niður í gólf í neðanjarðarbyrginu er 7 metrar á hæð. Hjónin fundu fullt af flöskum, rústum, vatni, flísalögðu gólfi, flóttalúgu og þýska leturgerð á veggjunum.

„Það er ekki hægt að lýsa þessu með orðum. Þetta er saga og það er gott að eiga hana en ég hefði ekki getað ímyndað mér að finna þetta. Þetta færir mann virkilega aftur í tímann. Fólkið sem gerði þetta hafði ekkert val. Þetta eru ekki bara herbergi fyrir okkur, þetta er hluti af sögunni.“

Borð sem skilið var eftir.
Lóð og fleira sem skilið var eftir.

Hjónin hafa sett 80 tonn af steypu í veggina og stigann, og þau eru enn að breyta neðanjarðarbyrginu í tómstundaherbergi.

„Konan mín er ekki alveg ánægð, hún vill frekar að við klárum húsið, ekki neðanjarðarbyrgið. En ég hef lofað öllum hrekkjavökupartýi þarna niðri síðan við fundum byrgið svo ég vona að það náist í ár, það er mín skylda að standa við loforðið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Skelfileg sjón blasti við lögreglu í yfirgefnu húsi

Skelfileg sjón blasti við lögreglu í yfirgefnu húsi
Pressan
Í gær

Góðverk hennar á kaffihúsinu tók óvænta stefnu

Góðverk hennar á kaffihúsinu tók óvænta stefnu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk ekki aðalhlutverkið i Titanic vegna smábeiðni frá Cameron

Fékk ekki aðalhlutverkið i Titanic vegna smábeiðni frá Cameron
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vilja sjálfstætt Austur-Grænland

Vilja sjálfstætt Austur-Grænland
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugmaður handtekinn skömmu eftir lendingu

Flugmaður handtekinn skömmu eftir lendingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfarþegi dæmdur fyrir sjúklegar hótanir í garð áhafnarinnar – Hótaði flugfreyju hópnauðgun og að kveikt yrði í henni

Flugfarþegi dæmdur fyrir sjúklegar hótanir í garð áhafnarinnar – Hótaði flugfreyju hópnauðgun og að kveikt yrði í henni