fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Pressan

Er í lagi að drekka gos með sætuefnum? – Vísindamaður er ekki í neinum vafa

Pressan
Sunnudaginn 10. ágúst 2025 12:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sykurlausir gosdrykkir, sem innihalda sætuefni, eru krabbameinsvaldandi. Sykraðir gosdrykkir eru náttúrulegri en þeir með gervisykri. Drykkir með gervisykri kynda undir löngun í aðra sæta hluti.

Þetta eru nokkrar af þeim mýtum sem tengjast gosdrykkjum og það getur því verið ansi erfitt fyrir okkur leikmennina að átta okkur á hvað snýr upp og niður í þessu og hvað er satt og rétt.

Er betra að drekka sykraðan gosdrykk en gosdrykk með sætuefni ef löngunin í gosdrykk verður of mikil?

Í raun ætti þetta ekki að vera erfitt val, ef áhrif hinna mismunandi drykkja á líkamann eru skoðuð. Þetta sagði Nicklad Brendborg, vísindamaður og rithöfundur, í umfjöllun um málið í Danska ríkisútvarpinu.

„Sykurlausir gosdrykkir eru augljóslega betri en sykraðir. Það er enginn vafi á því,“ sagði hann.

Sætuefni hafa lengi haft slæmt orð á sér og árum saman voru sykurlausir gosdrykkir meðal annars sagðir vera krabbameinsvaldandi. Sætuefnið aspartam hefur verið vinsælt skotmark í þessari umræðu en það er eitt mest notaða sætuefnið og það er yfirleitt notað í gosdrykki, oft í samblandi við sætuefnið Acesulfam K.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO sagði fyrir tveimur árum að aspartam sé „hugsanlega krabbameinsvaldandi en ekki hættulegt“. Það er því kannski engin furða að við leikmennirnir eigum erfitt með að skilja þetta alveg.

En Brendborg sagði að það sé ekkert til að hafa áhyggjur af, að minnsta kosti ekki frekar en við höfum áhyggjur af mörgu öðru sem við innbyrðum eða notum daglega.

„Á þessum lista WHO, sem aspartam var sett á, eru hlutir á borð við niðursoðið grænmeti, aloe vera og annað sem er talið jafn hættulegt og aspartam,“ sagði Brendborg.

„Af hverju fólk elskar að ráðast á aspartam, það er erfitt að skilja,“ sagði hann einnig.

„Það er búið að rannsaka þetta margoft og við vitum mikið um hvaða áhrif aspartam hefur á líkamann og við höfum góðar hugmyndir um hvað er raunhæft og hvað er það ekki,“ sagði hann einnig og bætti við að þess vegna sé nokkuð ljóst hvað gerist þegar aspartam kemst inn í líkamann – „Það gerist næstum ekkert,“ sagði hann.

Hann sagði að það sem gerir aspartam sérstakt í samanburði við önnur sætuefni sé að það brotni niður í þrjú mismunandi efni í þörmunum: asparginsýra, fenýlalanin og metanól. Það sé því ekki aspartam, heldur þrjár sameindir, sem berast inn í líkamann.

„Þegar maður heyrir um allar þessar rannsóknir um skaðsemi aspartam, þá eru þær að mestu byggðar á að einhver hefur gert tilraunir á músum og rottum og gefið þeim risastóra skammta af aspartam, svo mikið að maður gæti ekki innbyrt þetta magn á eðlilegan hátt. Svo eru mýs tegund sem fær almennt frekar krabbamein en menn. Um 70% músa, á tilraunastofum, drepast af völdum krabbameins innan þeirra 1-3 ára sem þær lifa,“ sagði hann.

Hann benti síðan á að ef reiknað sé með að það séu 100 milligrömm af aspartam í einni sykurlausri gosdrykkjadós, þá þurfi að drekka 28 dósir daglega til að innbyrða magn sem nálgist mörkin sem ESB hefur sett varðandi aspartamneyslu. Líklega sé þetta mat ESB frekar íhaldssamt og því geti maður líklega drukkið meira magn en þetta áður en þetta fer að verða vandamál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugmaður handtekinn skömmu eftir lendingu

Flugmaður handtekinn skömmu eftir lendingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfarþegi dæmdur fyrir sjúklegar hótanir í garð áhafnarinnar – Hótaði flugfreyju hópnauðgun og að kveikt yrði í henni

Flugfarþegi dæmdur fyrir sjúklegar hótanir í garð áhafnarinnar – Hótaði flugfreyju hópnauðgun og að kveikt yrði í henni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Draugaflugvélin frá Angóla – Ein ótrúlegasta ráðgáta flugsögunnar

Draugaflugvélin frá Angóla – Ein ótrúlegasta ráðgáta flugsögunnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 60 sm rottu „næstum á stærð við lítinn kött“ á heimilinu – „Vaxandi vandamál“

Fundu 60 sm rottu „næstum á stærð við lítinn kött“ á heimilinu – „Vaxandi vandamál“