fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Lögreglan varar við sadískum Internethópi – „Óhugnaður í nýjum hæðum“

Pressan
Fimmtudaginn 31. júlí 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talan 764 virðist við fyrstu sýn vera ósköp saklaus en þannig er því alls ekki farið. Að minnsta kosti ekki í tengslum við samnefndan hóp sem lætur til sín taka á Internetinu. Þetta er sadískur hópur sem er einna helst þekktur fyrir að fá viðkvæm börn til að gera skelfilega og óhugnanlega hluti.

Hópurinn hefur komið við sögu í málum í Svíþjóð og Þýskalandi og nýlega kom hann við sögu í norsku máli að sögn Dagbladet.

Erlendir fjölmiðlar hafa lýst hópnum sem satanískum, sadískum og höllum undir nýnasisma. Meðlimir hans pressa á börn að veita sér sjálfsáverka, til að pynta og drepa gæludýr, fremja ofbeldisverk, kynferðisofbeldi og meira að segja morð. Þetta er gert í gegnum spjallhópa á Internetinu.

Ungur drengur, undir lögaldri, er nú í gæsluvarðhaldi í Noregi í máli sem má rekja til Ástralíu. Hann er meðal annars grunaður um að hafa fengið ástralska stúlku til framkvæma ákveðnar kynlífsathafnir á sjálfri sér.

Hann er einnig grunaður um vörslum mikils magns af barnaklámi og að hafa sýnt af sér kynferðislega hegðun gagnvart 12 ára barni. Lögreglan telur að drengurinn hafi verið í beinu sambandi við „Slain“, sem er 15 ára Svíi og leiðtogi „764“. Expressen segir að hann hafi ráðist á fólk með hníf og tekið árásirnar upp.

Talsmaður lögreglunnar sagði að fórnarlömbin séu þrælar „meistara“ og þau myndi oft tilfinningasamband við viðkomandi. Þau sjái ekki neitt glæpsamlegt við þetta en dæmi séu um að þau verði fyrir kynferðislegri áreitni og séu látin veita sjálfum sér áverka. Myndum af þessu sé síðan deilt á Internetinu.

„Þetta er óhugnaður í nýjum hæðum. Það er algengt að fórnarlömbin séu beitt þrýstingi, þvinguð og hvött til að skera sig og skera bókstaf eða notendanafn „meistara“ síns í húð sína. Sum þeirra eru þannig merkt fyrir lífstíð,“ sagði talsmaður lögreglunnar.

Hópurinn var stofnaður 2021 af bandaríska unglingspiltinum Bradley Cadenhead. Hann afplánar nú 80 ára dóm. Nafnið „764“ er dregið af póstnúmerinu í heimabæ hans Stephenville í Texas.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessar matvörur hraða þyngdartapi og þessar vinna gegn því

Þessar matvörur hraða þyngdartapi og þessar vinna gegn því
Pressan
Í gær

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“