fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni

Pressan
Fimmtudaginn 31. júlí 2025 16:30

Lögreglan í Leeds. Mynd: Getty. Mynd tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morðrannsókn er hafin í Leeds á andláti þriggja ára stúlkubarns.

Metro greinir frá.

Lögregla kom að litlu stúlkunni látinni á heimili hennar í Austhorpe Court í Leeds í gær. Kona hefur verið handtekin vegna málsins, grunuð um morð. Var hún flutt á sjúkrahús og ástand hennar er stöðugt að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

Lögregla segist hafa fengið tilkynningu í gær um að ungt barn væri í hættu og óku lögreglumenn og sjúkralið með hraði á vettvang. Síðan segir í tilkynningu:

„Því miður þá fundu viðbragðsaðilar lík þriggja ára stúlku er þeir fóru að heimili í Austhorpe Court, Leeds, í gær.“ Segir síðan að kona á heimilinu hafi verið flutt á sjúkrahús þar sem hún þurfti bráðaþjónustu. Konan hafi jafnframt verið handtekin, grunuð um morð.

„Við lítum á þetta sem einangrað tilvik og leitum ekki að neinu öðrum í sambandi við það,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessar matvörur hraða þyngdartapi og þessar vinna gegn því

Þessar matvörur hraða þyngdartapi og þessar vinna gegn því
Pressan
Í gær

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“