fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Pressan

Skurðlæknir kallaður „Hugrakkasti Bretinn“er í slæmum málum

Pressan
Þriðjudaginn 29. júlí 2025 07:00

Neil Hopper. Mynd:Reproduktion/Instagram @bionicsurgeon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski skurðlæknirinn Neil Hopper var fyrir fjórum árum kosinn „Hugrakkasti Bretinn“ er nú heldur betur í vanda. Hann er í gæsluvarðhaldi og verður það að minnsta kosti fram í lok ágúst þegar hann á að mæta fyrir dómara á nýjan leik.

Hann hefur verið ákærður fyrir að ljúga að tryggingafélagi sínu um að fótleggir hans hafi verið teknir af honum vegna blóðeitrunar. Þetta gerði hann til að fá greitt frá tryggingafélaginu. Hann er einnig ákærður fyrir að hvetja annan mann til að taka líkamshluta af annarri manneskju.

The Independent skýrir frá þessu og segir að Hopper, sem er 49 ára, hafi komið að aflimum mörg hundruð manns áður en fótleggir hans voru teknir af honum neðan við hné.

Eins og fyrr sagði er hann ákærður fyrir að ljúga að tryggingafélagi sínu og fyrir að hafa keypt myndbönd á vefsíðunni „The EunuchMaker“ þar sem aflimanir eru sýndar. Er hann sagður hafa hvatt Marius Gustavson, manninn á bak við vefsíðuna, til að fjarlægja líkamshluta annars manns.

Hopper var kjörinn „Hugrakkasti Bretinn“ árið 2020 eftir að hann sigraði í „Against All Odds“ keppninni fyrir hugrakka Breta. Það var BBC Breakfast sem stóð fyrir keppninni.

Eftir að fótleggirnir voru teknir af honum ákvað hann að eltast við draum sinn um að verða geimfari og sótti um hjá Evrópsku geimferðastofnuninni og komst á lista yfir fatlaða einstaklinga sem áttu kost á að fara út í geim. Nafn hans var síðar fjarlægt af þessum lista.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þóttist vera hjúkka í fimm ár

Þóttist vera hjúkka í fimm ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tónlistarkennari og flautuleikari borin þungum sökum – Lét tvær stúlkur undir lögaldri kyssast

Tónlistarkennari og flautuleikari borin þungum sökum – Lét tvær stúlkur undir lögaldri kyssast
Pressan
Fyrir 5 dögum

Afbrotafræðingur myrti fjóra háskólanema á meðan þeir sváfu og neitar að útskýra hvers vegna – Aðstandendur láta hann heyra það

Afbrotafræðingur myrti fjóra háskólanema á meðan þeir sváfu og neitar að útskýra hvers vegna – Aðstandendur láta hann heyra það
Pressan
Fyrir 6 dögum

Verjandi Jeffrey Epsteins látinn

Verjandi Jeffrey Epsteins látinn