Safnarar geta eytt háum fjárhæðum í það sem safnað er hverju sinni. People fjallar um Labubu tuskudýrin og þá sem þeim safna, þar á meðal einn safnara sem hefur eytt yfir 10 þúsund dölum, rúmlega 1,2 milljónir króna í 150 stykkja safn sitt.
Caitlin Sackett, 29 ára sviðslistamaður í New York, byrjaði að safna fyrir sex mánuðum síðan, en þá kynntist hún Labubu á TikTok, sérkennilegum tuskudýrum úr seríunni „The Monsters“ eftir kínverska/hollenska listamanninn Kasing Lung. Sackett hafði alltaf verið hrifin af svokölluðum blindkössum og safngripum, það er þegar einhverju er safnað, en þú veist ekki nákvæmlega hvaða hlutur úr safninu er í pakkningunni/kassanum sem þú kaupir.
„Ég sá fyrsta Labubu minn þegar mágkona mín keypti nokkra í einu. Hún hringdi í okkur á FaceTime til að sýna okkur það sem hún hafði keypt og ég hugsaði: „Allt í lagi … kannski eru þessir sætir.““
Nokkrum vikum seinna vann Sackett sinn fyrsta Labubu úr klóvél í Anime Claw, spilakassa í West Village á Manhattan. Hann kveikti söfnunaráráttuna hjá Sackett og kærastu hennar.
@caitlinsworld_ New Labubu storage hack 🥳 #labubustorage #labubu #popmart #skullpanda #secret #mokoko #display #collection #wlw #homeimprovement ♬ Studio Ghibli Vibes – Dandara Music
Í dag á Sackett 25 Labubu og 56 Pop Mart safngripi samtals, þar á meðal nokkra af sjaldgæfustu hlutunum sem eru til sölu. Forest Fairy Tale Labubu og Big Into Energy Secret ID eru á meðal þeirra tuskudýra, sem hún hefur haft mikið fyrir að eignast. Uppáhaldið hennar er hins vegar er Happy Halloween Labubu.
„Ég vann hana á afmælisdaginn minn, úr klóvélinni, í fyrstu tilraun! Þetta var afmæliskraftaverk! Það er svo gaman að safna Labubus. Í heimi sem er fullur af sorg gleðst ég daglega yfir að eiga safn sem fær mig til að brosa. Ég veit að fólk mun líta á þetta sem „hlutir ættu ekki að gleðja þig,“ en þegar öllu er á botninn hvolft er safnið miklu meira en það. Það er samfélagið og minningarnar sem ég hef skapað við að byggja upp safnið mitt sem skipta svo miklu fyrir mig; það er ómetanlegt.“
Labubu-æðið hefur sprungið út á netinu og TikTok myllumerkið #Labubu hefur safnað næstum 2,3 milljónum færslna. Safnarar flæða á samfélagsmiðla til að deila myndböndum af munum sínum, sýna sjaldgæfa hluti, skiptast á viðskiptaráðum og jafnvel búa til sérsniðna búninga og sviðssenur til að persónugera Labubu-tuskudýrin sín. Æðið hefur einnig vakið athygli frægra einstaklinga eins og Rihönnu, Kim Kardashian og Megan Thee Stallion, sem hefur hjálpað til við að ýta undir gríðarlegar vinsældir þess.
Sackett er meðal þeirra sem deila safni sínu á TikTok.
„Ég hef fengið alls kyns athugasemdir, allt frá gagnrýni til lofs. Það er margir sem elska þetta, aðrir hata það og allt þar á milli.“
Hún minnist sérstaklega einnar athugasemdar frá einstaklingi sem hefur áhyggjur af ofneyslumenningu. „Ég hef séð margar deilur á netinu um ofneyslu og Labubu. Ég minnti viðkomandi einstakling á að fólk geti safnað án þess að neyta of mikið. Ofneysla gefur í skyn að ég sé að safna of miklu, en ég er safnari. Það er eiginlega allur tilgangurinn! Ég vona að ég geti sýnt fólki að söfnun er ekki endilega ofneysla eða siðlaus sýning á kapítalískri græðgi. Söfnun er gleðiefni fyrir marga, þar á meðal mig.“
Fyrir marga Labubu-unnendur felst hluti af söfnuninni í hinu óvænta. Tuskudýrin eru oft seld í „blindum kössum“, litlum umbúðum með einni fígúru, og þú veist ekki hver hún er fyrr en þú opnar kassann. Spennan við að opna kassann eykst vegna möguleikans á að eignast sjaldgæfa leyniútgáfu. Sumar takmarkaðar Labubu-fígúrur, sérstaklega samstarfsverkefni við vörumerki eins og Medicom eða á Pop Mart-sýningum í Peking, hafa selst fyrir stórar fjárhæðir á endursölumörkuðum.
„Minning sem stendur upp úr er þegar ég fékk minn fyrsta leyni-Labubu. Það var ótrúleg tilfinning. Það er eins og að vinna í lottóinu!“
Líkt og Sackett þá kynntist Dani Barron, þrítugur hjúkrunarfræðingur í Pennsylvaníu, Labubu á netinu. Í september síðastliðnum birti vinur hans færslu um Pumpkin Labubu, sem þá var að koma í sölu, og lýsti því hvernig aðdáendur biðu í margar klukkustundir og sáu að tuskudýrið var uppselt þannig að vinurinn þræddi fjölmargar verslanir þar til hann fann eitt tuskudýr.
Í fyrstu fannst Barron tuskudýrin frekar ljót, en það varð til að vekja áhuga hennar.
„Mér finnst gaman að hlutum sem sumum finnst skrýtnir, ljótir eða skrýtnir. Ég sé bara eitthvað einstakt. Ég gat ekki losnað við Labubu úr huganum í marga daga eftir að ég sá þessa færslu.“
Barron vissi að það gæti reynst áskorun að kaupa ekta Labubu, þar sem markaðurinn er fullur af fölsuðum tuskudýrum sem kallast Lafufu.
„Þetta snýst aðallega um að vera á réttum stað á réttum tíma, hafa góða nettengingu og heppni,“ segir Barron, sem hefur verið safnari alla sína ævi. Í gegnum árin hefur hún safnað öllu frá marmarakúlum til Bratz-dúkkna og Squishmallows.
„Það voru svo margar misheppnaðar tilraunir áður en ég fékk fyrsta kassann minn,“ rifjar hún upp. Í nóvember 2024 tryggði Barron sér sinn fyrsta Labubu, Green Grape, og varð strax heilluð. „Ég setti tuskudýrið á lyklakippuna mína og vissi að ég vildi fleiri!“
@danisquishie Can I finally pull the secret from the exciting macaron series??!?!? @POP MART US @POP MART US LOCAL @POP MART US SHOP #labubuthemonsters #labubu #labubumacarons #labubus #popmart #popmartunboxing #blindbox #blindboxopening #haul #plush #fyp ♬ We R Who We R – Ke$ha
Ef hún eignast annað eintak af tuskudýri sem hún á fyrir, breytir hún tuskudýrinu í einstakt listaverk. „Hver og einn er aðeins öðruvísi, en almennt lita ég þá alla.“
Eftir litun skolar hún tuskudýrið, setur það í koddaver og í þurrkara á lágum hita í um eina og hálfa klukkustund. Þegar tuskudýrið er þurrt bætir hún við sérsniðnum smáatriðum með því að nota tussa eða Posca-penna. „Nýlega hef ég jafnvel byrjað að fjarlægja augun á þeim svo ég geti hannað og sett inn sérsniðin augu.“
@danisquishie My lapupu and hacibubu are some of my new favorite creations! While removing a labubus face is always a little nerve wracking I loveeee the results!!!! @POP MART US @POP MART US LOCAL @POP MART US SHOP #labubu #labubuthemonsters #labububigintoenergy #bigintoenergy #popmart #diy #diyproject #plush #hacipupu #plushie #fyp #foryou ♬ Take It Off – Ke$ha
Í dag á Barron um 150 Labubu, sem hún hefur eytt um fimm þúsund dölum í og er safnið hennar er metið á yfir tíu þúsund dali. Hún eignast Labubus-dótana sína aðallega í gegnum beint streymi á PopMart TikTok.
„Minn uppáhalds Labubu er líklega sá sem ég sérsmíðaði fyrir eiginmanninn minn. Þetta er Labubu innblásinn af Darth Maul í Star Wars. Þó ég elski venjulega Labubu, þá eiga þeir sem ég geri sérstakan stað í hjarta mínu!“
@danisquishie Part one of my Darth Maul inspired custom Labubu for my husband ❤️🖤 stay tuned to see it all finished up with a lightsaber, cloak, and details 🥰 @Rit Dye @POP MART US @POP MART USSHOP @POP MART US SHOP @Star Wars #labubu #labubus #labubuthemonsters #popmart #starwars #starwarsfan #sith #darthmaul #darthvader #empire #fyp ♬ Star Wars – The Imperial March Theme – Geek Music
Í safninu eru einnig stærri, mjúkar Labubu sem kallast Zimomo, stærsta og dýrasta eintakið heitir Angel in Clouds.
„Zimomo líta út eins og risavaxnir Labubu að framan en eru strákar með hala. Þeir eru risastórir, dýrir og mjög erfitt að finna þá!“
Barron eyddi 300 dölum eða 36 þúsund krónum í Angel in Clouds. „Ég held klárlega að hann sé þess virði!“
Barron stofnaði samfélagsmiðla fyrir um þremur árum til að tengjast öðrum söfnurum, þar sem hún býr í dreifbýli og fáir aðrir safnarar í nágrenninu. Síðan þá hefur hún tengst öðrum Labubu-unnendum um allan heim. Umsagnir á netinu eru misjafnar, en Barron hefur lært að útiloka neikvæðnina.
„Þegar myndband nær ákveðnum fjölda áhorfa held ég mig frá athugasemdum. Hugsunarháttur minn er sá að skoðanir annarra á mér eru ekki mitt mál. Það sem ég vona að fólk taki með sér er að lífið er stutt og ef eitthvað gleður þig, þá skiptir það í raun ekki máli hvað öðrum finnst. Sem hjúkrunarfræðingur hef ég upplifað marga erfiða hluti í vinnunni. Það hefur kennt mér að ég vil lifa lífinu til fulls. Ég vil njóta mín og ég vil ekki láta skoðanir, takmarkanir eða trú annarra takmarka mig á nokkurn hátt. Ég vona að það hvetji aðra til að lifa lífi sínu á sama hátt!“
Litríkur veggur Barron með safninu hennar er bakgrunnur myndbandanna sem hún birtir á samfélagsmiðlum, og rýmið er orðið að skrifstofurými hennar.
„Sem heimahjúkrunarfræðingur vinn ég oft með eldri einstaklingum. Sumir þeirra sjá Labubu lyklakippuna mína og vilja forvitnast um hver þessi litli vinur minn er. Þá fæ ég tækifæri til að segja frá Labubu og af hverju tuskudýrin eru svona vinsæl.
Ég segi venjulega að þetta séu litlar, óþekkar og forvitnar verur, skapaðar af Kasing Lung, upphaflega úr barnabók. Ég segi þeim að frægt fólk hafi sést með þá nýlega, sem hefur aðeins aukið frægð þeirra. Eina viðvörunin mín? Ef þú færð þér einn, munt þú líklega verða heltekinn safnari.“