Líklega óskar Donald Trump Bandaríkjaforseti þess heitast þessa dagana að hafa aldrei kynnst eða heyrt um athafnamanninn Jeffrey Epstein. Epstein svipti sig lífi í gæsluvarðhaldi árið 2019 og hafði verið handtekinn fyrir barnamansal og barnaníð. Lengi hefur verið kallað eftir því að yfirvöld birti öll gögn í tengslum við rannsókn málsins, einkum svokallaðan kúnnalista sem Epstein er sagður hafa haldið um valdamikla og fræga einstaklinga sem hafi átt hlutdeild í glæpum athafnamannsins. Eins hefur því verið haldið fram að Epstein hafi í reynd verið ráðinn af dögum af aðilum sem óttuðust um að hann kæmi upp um aðkomu þeirra að barnaníðinu.
Trump hafði heitið því að birta þessi gögn sem og margir háttsettir embættismenn og því kom það stuðningsmönnum í opna skjöldu þegar dómsmálaráðuneytið tilkynnti að Epstein hefði ekki verið myrtur og að alræmdi kúnnalistinn væri ekkert annað en uppspuni. Hart hefur verið sótt að Trump fyrir þessa yfirlýsingu og af færslum á samfélagsmiðlum sem og svörum forsetans á blaðamannafundum má ráða að hann sé kominn með upp í kom af öllu sem tengist Epstein.
Sjá einnig: MAGA-liðar froðufella eftir yfirlýsingu stjórnvalda um Epstein-skjölin – „ENGINN ER AÐ KAUPA ÞETTA“
Það virtist þó róa marga stuðningsmenn hans þegar Wall Street Journal (WSJ) birti frétt um meint afmæliskort sem Trump á að hafa sent Epstein þegar sá síðarnefndi fagnaði fimmtugsafmæli sínu. Kemur í ljós að það sem MAGA-liðar hata meira en Epstein eru fjölmiðlar, einkum þeir fjölmiðlar sem birta, að mati MAGA, falsfréttir þar sem ráðist er á forsetann.
Sjá einnig: Er frétt um klámfengið bréf Trumps til Epstein að sameina MAGA-hreyfinguna aftur?
En stormurinn er þó ekki genginn yfir og í gær birti WSJ frétt þar sem segir að Trump hafi fengið að vita í maí að nafn hans væri að finna í Epstein-skjölunum. Framganga WSJ kom mörgum að óvörum enda miðillinn í eigu íhaldsmannsins Rupert Murdoch sem einnig á FOX-fréttastofuna. Murdoch hefur í gegnum tíðina verið stuðningsmaður Trump. Hvers vegna er því miðill í hans eigu að leiða sókn gegn forsetanum núna? Samsæriskenningarsmiðir telja sig vita svarið. Murdoch ætli sér að steypa Trump af stól og koma varaforsetanum, JD Vance, til valda.
Þessa kenningu má einkum rekja til frétta um að JD Vance hafi átt leynilegan fund með Murdoch áður en fréttin um afmæliskortið birtist. Vance flaug til Montana og fundaði með athafnamanninum á búgarði hans. Ekki var um opinbera heimsókn að ræða og hefur varaforsetinn ekki upplýst um tilefni fundarins.
Samsæriskenningarsmiðir telja ljóst að hér sé um baktjaldamakk að ræða.
„MAGA ætlar að nota Epstein til að losna við Trump. Spurningin til ykkar er frekar einföld. Trump eða Vance? Hvor er hættulegri þjóðinni og konum? Vance mun flýta innleiðingu Project 2025“
MAGA is going to use Epstein to get rid of Trump. The question for you is pretty simple. Trump or Vance? Who is more dangerous to the country and to women? Vance will accelerate Project 2025
— Prez (@PrezLives2022) July 23, 2025
„Hvers vegna flaug JD Vance to Montana í júní til leynilegs fundar við Rupert og Lachlan Murdoch og toppana hjá Fox? Er hann með í ráðum? Fundurinn fór fram á risabúgarði Murdoch-fjölskyldunnar. Engum fjölmiðlum var boðið. Engar myndavélar voru á staðnum. Vance flaug þangað og svo til baka sama kvöldið. Það er eitthvað í gangi.“
Why did JD Vance fly to Montana in June for a secret meeting with Rupert and Lachlan Murdoch and top Fox execs? Is he in on it?
The meeting went down at the Murdochs’ massive ranch. No press. No cameras. Vance flew in and flew out the same night.
Something’s up. pic.twitter.com/3Do32PTeAF
— Christopher Webb (@cwebbonline) July 24, 2025
„Hef lúmskan grun um að við séum að fara að sjá Vance forseta bráðum“
Got a sneaky suspicion that we’re gonna see President Vance soon.
— Boston Smalls (@smalls2672) July 24, 2025
„Hvers vegna í fjandanum fóru JD Vance og Peter Theil til fundar við Rupert Murdoch í Montana í síðasta mánuði rétt áður en frétt WSJ um Trump og Epstein birtist? Eru þeir að brugga einhver launráð til að losa sig við Trump svo Vance geti orðið forseti?“
So WTF why did J.D. Vance and Peter Theil have a meeting with Rupert Murdoch in Montana last month before the WSJ article came out about Trump and Epstein. Are they cooking up something to get Trump out so that Vance can be the President! 👇👇👇 pic.twitter.com/JTOJOwHl0C
— Suzie rizzio (@Suzierizzo1) July 20, 2025
„JD Vance fór í leyni að hitta Rupert og Lachlan Murdoch? Hann fór ekki þangað til að stöðva Epstein-fréttina. Hann fór þangað til að semja um fréttaflutning um valdtöku sína. Allir úr MAGA sem halda að Vance myndi aldrei svíkja Trump þekkja ekki JD Vance.“
So WTF why did J.D. Vance and Peter Theil have a meeting with Rupert Murdoch in Montana last month before the WSJ article came out about Trump and Epstein. Are they cooking up something to get Trump out so that Vance can be the President! 👇👇👇 pic.twitter.com/JTOJOwHl0C
— Suzie rizzio (@Suzierizzo1) July 20, 2025
Samsærisliðið telur ljóst að valdarán sé í burðarliðunum og er jafnvel talið að Elon Musk sé með í ráðum sem útskýri hvers vegna auðmaðurinn hafi undanfarið farið mikinn á samfélagsmiðlum um Trump og Epstein-skjölin.
Lesendur hafi þó í huga að hér er um samsæriskenningu að ræða. Margir höfðu miklar væntingar til Epstein-skjalanna og töldu ljóst að hér væri um meiriháttar hylmingu djúpríkisins að ræða sem Trump myndi uppræta. Vonbrigðin eru því töluverð.
Eins eru margir MAGA-liðar, þá einkum úr popúlískum armi hreyfingarinnar, tortryggnir í garð Vance sem komst til áhrifa með aðstoð valdamikilla aðila úr tæknigeiranum á borð við Peter Thiel. Vance sé tækifærissinni og strengjabrúða tæknirisa sem dreymi um að afnema lýðræðið og koma á lénsherraveldi tæknifyrirtækja. Kenningin virðist eins byggjat á ákveðinni upplýsingaóreiðu en því er haldið fram að frétt WSJ hafi verið birt í beinu framhaldi af fundi Vance og Murdoch en hið rétta er að nokkrar vikur liðu á milli.