Lík hefur fundist í leitinni að Rachel Booth sem síðast sást kaupa vínflösku og mjólk á bensínstöð á laugardagsmorguninn. Lögreglan í Cheshire á Englandi hefur greint frá því að lík hafi fundist í stöðuvatninu Oakmere, í dag, tveimur dögum eftir hvarf konunnar.
Rachel Booth er 38 ára gömul móðir. Talsmaður lögreglu segir við fjölmiðla að eftir sé að bera kennsl á líkið en líklegt má telja að þetta sé hin nýhorfna móðir.
Afgreiðslufólk á bensínstöðunni þar sem Rachel sást síðast gera áðurnefnd innkaup segir að hún hafi ekki virst í uppnámi. Ekkert virtist ama að henni.
Fram kemur í yfirlýsingum lögreglu um málið að ekki er talið að hvarf konunnar hafi borið að með saknænum hætti.
Fram kemur í breskum fjölmiðlum um málið að Rachel Booth sé móðir en ekki kemur fram hvað hún á mörg börn.
Tveir ökumenn segjast hafa séð hana á gangi skömmu eftir innkaupin á bensínstöðinni. Móðir hennar trúir þeim vitnisburði og skrifaði á Facebook að dóttir hennar hafi verið í gulri kápu.