fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Pressan

Faðir handtekinn í kjölfar þess að 9 ára stúlka fannst látin – Faðirinn sagði hana hafa verið numda á brott

Pressan
Mánudaginn 21. júlí 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í New York ríki handtók föður 9 ára stúlku nokkrum klukkustundum eftir að hann lýsti því yfir að stúlkan hefði verið numin á brott. Stúlkan, Melina Frattolin, fannst látin.

Þetta kemur fram á vef Daily Mail.

Tilkynnt var um hvarf stúlkunnar á laugardag. Faðir hennar, Luciano Frattolin, sagði lögreglunni í New York að hann teldi að aðili á hvítum sendibíl hefði numið dóttur hans á brott.

En Daily Mail hefur heimildir fyrir því að faðirinn situr núna í gæsluvarðhaldi í Essex-sýslu í New York ríki. Hefur verið birt fangamynd af honum.

Lögregla hafði áður gefið út yfirlýsingu þar sem segir að ekkert bendi til þess að barnið hafi verið numið á brott af hálfu þriðja aðila og að hún hafi fundist látin í bænum Ticonderoga. Líkfundurinn átti sér stað í um 45 km fjarlægð frá þeim stað þar sem faðirinn tjáði lögreglu að síðast hefði sést til barnsins.

Lögregla hefur greint frá því að bæði Luciano Frattolin og dóttir hans séu kanadískir ríkisborgarar. Frattolin fann upp og framleiðir kaffitegundina Gambella, sem er lífræn kaffitegund.

Sjá nánar um málið hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Andlát draugarannsakanda vekur óhug – Var á ferðalagi með brúðunni Annabelle

Andlát draugarannsakanda vekur óhug – Var á ferðalagi með brúðunni Annabelle
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump stærir sig af því að ætla að laga Coca Cola

Trump stærir sig af því að ætla að laga Coca Cola
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stóra svið vinsælu tónlistarhátíðarinnar Tomorrowland brunnið til kaldra kola

Stóra svið vinsælu tónlistarhátíðarinnar Tomorrowland brunnið til kaldra kola
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjögurra manna fjölskylda hvarf og engin merki um átök – Hver var nógu illgjarn til að berja fjölskylduna til bana?

Fjögurra manna fjölskylda hvarf og engin merki um átök – Hver var nógu illgjarn til að berja fjölskylduna til bana?
Pressan
Fyrir 1 viku

Hvarf eftir að hafa skellt sér á brimbretti – Fannst tæpum sólarhring síðar á eyðieyju

Hvarf eftir að hafa skellt sér á brimbretti – Fannst tæpum sólarhring síðar á eyðieyju
Pressan
Fyrir 1 viku

Fær hundruð sendinga frá Amazon án þess að panta neitt – „Þetta hefur bara verið önnur tegund af helvíti“

Fær hundruð sendinga frá Amazon án þess að panta neitt – „Þetta hefur bara verið önnur tegund af helvíti“