Sky News segir að Richards hafi fundist meðvitundarlaus í Heol-Y-Berllan þann 7. apríl á síðasta ári. Hann hafði verið stunginn í lærið og lést af völdum áverka sinna.
Gauci var dæmdur í ævilangt fangelsi á föstudaginn og getur í fyrsta lagi sótt um reynslulausn eftir 24 ár.
Nokkrir aðrir voru einnig dæmdir í fangelsi fyrir aðild að morðinu. Hlaut fólkið tveggja til fjögurra ára fangelsisdóm og einn hlaut skilorðsbundinn dóm.
Fyrir dómi kom fram að morðið hafi verið afleiðing deilna á milli vinar Richards og hinna ákærðu. Til átaka hafi komið sem hafi endað með að Richards var stunginn til bana.
Richard lætur sjö börn eftir sig.