The Guardian segir að bresk, kanadísk, dönsk, hollensk, frönsk, þýsk og bandarísk lögregluyfirvöld hafi tekið þátt í aðgerðinni.
Tölvuþrjótarnir einbeittu sér að því að lauma spilliforritum í tölvur um allan heim. Með þeim geta þeir náð stjórn á tölvunum og stolið upplýsingum úr þeim eða gert tölvuárásir með það að markmiði að valda tjóni eða grafa undan stjórnvöldum.