fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Pressan

Kona sem ætlaði að fljúga til Berlínar endaði í allt öðru landi

Pressan
Miðvikudaginn 28. maí 2025 08:30

Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 79 ára gamla Lena furðaði sig á nokkrum atriðum þegar hún hugðist fljúga frá Kaupmannahöfn til Berlínar þann 22. maí síðastliðinn.

Í fyrsta lagi hafði hún pantað flugið með EasyJet en vélin sem hún fór upp í var frá Ryanair. Hún hugsaði með sér að hugsanlega væru flugfélögin í samstarfi varðandi þetta tiltekna flug – sætið hennar var að minnsta kosti laust. Þegar leið á flugferðina furðaði hún sig einnig á því hversu langt ferðalagið var. Allavega miklu lengra en þessi klukkutími sem það á alla jafna að taka.

Það var ekki fyrr en vélin lenti að Lena áttaði sig á því að hún var alls ekki í Berlín. Þegar hún steig út úr flugvélinni og fór inn á flugvöllinn stóð nefnilega skýrum stöfum á skilti: „Velkomin til Bologna.“

Röð mistöka urðu til þess að Lena steig upp í ranga flugvél. Hún mætti tímanlega á flugvöllinn, samkvæmt frétt Expressen, og fór vandræðalaust í gegnum öryggisleitina. Hún leit svo á sjónvarpsskjá á flugvellinum þar sem hún sá að fólk ætti að ganga að hliðinu.

Mistökin sem Lena gerði var að hún var of tímanlega í því, Ryanair vélin átti að fara fyrst frá þessu tiltekna hliði og svo vélin frá EasyJet. Tilviljun réði því að sætið sem hún átti pantað með EasyJet var laust í flugi Ryanair og virðast mistök hafa orðið til þess að hægt var að skanna miðanna hennar í flugið til Berlínar í flugið til Bologna.

Lena segir að starfsfólkið á flugvellinum í Bologna hafi ekki verið mjög hjálplegt og sakað hana um að bera ábyrgð á mistökunum. „Ég er 79 ára gömul, ferðast ein og lenti í viðkvæmri stöðu,“ segir hún.

Í Berlín hugðist hún hitta son sinn, Paul-Johan, og ætlaði hún að ferðast með honum áfram til Rostock í Norður-Þýskalandi til að vera honum til aðstoðar með hópi nemenda sem ætlaði að taka þátt í ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um síðustu helgi.

Eftir að Lena hafði eytt nánast öllum deginum á flugvellinum í Bologna pantaði starfsfólk Ryanair fyrir hana leigubíl og við tók tveggja tíma akstur til Feneyja. Þar dvaldi hún á hóteli uns hún flaug morguninn eftir til Berlínar.

Í frétt Expressen segir að ekki sé ljóst hvernig hún komst um borð í Ryanair-vélina án þess að vera með réttan flugmiða. Sjálf segist Lena ekki vera viss en talur sig hafa sýnt bæði brottfararspjaldið og vegabréfið sitt. Í svari við fyrirspurn Expressen segir Ryanair að það sé á ábyrgð hvers farþega að ganga úr skugga um að hann fari um borð í rétta flugvél.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Taívan vill friðsamlega sambúð við Kína en verður að undirbúa sig undir stríð segir forsetinn

Taívan vill friðsamlega sambúð við Kína en verður að undirbúa sig undir stríð segir forsetinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona vonast til að endurlífga 13 ára son sinn sem lést á föstudag – Er í kapphlaupi við tímann

Leikkona vonast til að endurlífga 13 ára son sinn sem lést á föstudag – Er í kapphlaupi við tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Flugvél full af enskum dýrum“ – Farþegi lýsir hryllingsflugi til sólarstrandar

„Flugvél full af enskum dýrum“ – Farþegi lýsir hryllingsflugi til sólarstrandar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamaður með stórtíðindi – Það eru til skjöl sem sanna að geimverur hafa drepið fólk

Vísindamaður með stórtíðindi – Það eru til skjöl sem sanna að geimverur hafa drepið fólk
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ef þú geymir þetta við hlið gúrku í ísskápnum þá helst hún fersk og verður ekki mjúk

Ef þú geymir þetta við hlið gúrku í ísskápnum þá helst hún fersk og verður ekki mjúk
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gamla sólarvörnin þín getur aukið hættuna á húðkrabbameini

Gamla sólarvörnin þín getur aukið hættuna á húðkrabbameini