fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

Stjarna úr Litla húsinu á sléttunni afhjúpar vináttu sína við The Doors goðsögnina

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 24. nóvember 2025 21:45

Jim Morrison. Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áður en Charlotte Stewart lék hina heilnæmu ungfrú Beadle í sjónvarpsþáttunum Litla húsinu á sléttunni var hún frjálslyndur hippi sem deildi villtum dögum og svefnlausum nóttum með Jim Morrison „Eðlukónginum“.

Stewart, sem er orðin 84 ára, mun hitta samleikara sína úr sjónvarpsþáttunum á þriggja daga hátíð 12.-14. desember í Strathearn Historical Park í Simi Valley í Kaliforníu.

Stewart gleðst yfir minningum fortíðar sinnar, sérstaklega árunum áður en frægðin bankaði upp í, sem hún varði í félagsskap Jim Morrison söngvara The Doors. Leiðir parsins lágu fyrst saman þegar hún átti fataverslun sem hét Liquid Butterfly, þar sem hún saumaði kúrekaskyrtur og sveitakjóla hinum megin við götuna frá Elektra Records.

Eftir að hafa séð Morrison kíkja inn um gluggann á búðinni hennar urðu þau fljótt vinir.

„Við fórum út að fá okkur drykki. Hann var mikill drykkjumaður og þurfti oft að keyra hann heim. Svo ég fór með hann heim til mín því hann treysti mér.“

„Ég vildi ekki að hann yrði kærastinn minn. Ég vildi ekki giftast honum. Allt sem ég vildi var að vera vinur hans. Hann drakk eins og ég drakk á þeim tíma. Þannig urðum við traustir vinir. Hann gat treyst á mig.“

Charlotte Stewart

Ferðalag eftir handtökuskipun

Árið 1969 gaf lögregluembætti Dade-sýslu út handtökuskipun á hendur Morrison. Hann var ákærður fyrir eitt alvarlegt brot og þrjú minniháttar brot fyrir kynferðislega hegðun, blygðunarsemi, blótsyrði og ölvun eftir tónleika í Miami, Morrison hélt fyrst að þetta væri grín, en það varð fljótlega alvarlegt eftir að yfirvöld bættu við annarri ákæru. Þegar Morrison sneri aftur til Kaliforníu leitaði hann til Stewart eftir aðstoð.

„Þú verður að muna að þetta var mjög alvarlegt brot í Flórída,“ sagði Stewart. „Hann stóð frammi fyrir réttarhöldum. Svo kom hann til mín og sagði: „Ég verð að komast úr bænum. Viltu fara?“ Ég játti því. Við stukkum upp í bílinn og hann vissi ekki hvert hann vildi fara, svo ég leiðbeindi honum upp þjóðveg 1, sem liggur meðfram Kyrrahafinu alla leið til Washington og Oregon. Við ókum bara stoppuðum á börum á leiðinni og gistum á mótelum.“

Stewart sagði að þau hefðu varið fjórum dögum í ferðalagið.

„Hann treysti mér á versta tíma lífs síns. Hann stóð frammi fyrir fangelsisvist í langan tíma. Hann treysti mér til að vera bara með honum og vera vinur. Ég tók alla ferðina okkar okkar upp á Super 8 vélina mína,“ hló hún.

„Mest af því var það bara hann að keyra, sem var ekki mjög áhugavert. Ég sat í farþegasætinu. Fyrir utan bílinn var Kyrrahafið, nánast allan tímann. Ég fór með hann í Hearst kastala. Það eru myndir af mér að borða pylsu þar. Við gistum hjá mörgum vinum sem ég átti þar. Þeir vissu ekki einu sinni hver hann var því á þeim tíma var hann með fullt skegg og hugsaði alls ekki vel um það. Hann leit út eins og snákur. En ég kynnti hann fyrir vinum mínum og þeir höfðu ekki hugmynd um að þetta væri Jim Morrison. Að lokum þurftum við að fara aftur til Los Angeles. Hann skutlaði út við búðina mína og við kvöddumst. Ég sá hann aldrei aftur.“

Handtökumynd Morrison.

Lést áður en afplánun hófst

Réttarhöldin hófust árið 1970. Morrison hafnaði samningi um að hljómsveitin myndi spila ókeypis tónleika í Miami. Hann var sakfelldur og dæmdur í sex mánaða fangelsi og 500 dollara sekt.

Morrison lifði ekki nógu lengi til að afplána dóminn. Hann lést árið 1971 í París. Hann var 27 ára gamall. Þó engin krufning hafi verið framkvæmd, var opinber dánarorsök Morrisons talin hjartabilun af frönskum yfirvöldum.

Morrison fékk náðun eftir andlát sitt árið 2010.

„Sú staðreynd að hann treysti mér á versta tíma lífs síns þegar hann stóð frammi fyrir fangelsisdómi ég mun alltaf meta það mikils,“ sagði Stewart. „Hann vissi að hann þyrfti að fljúga aftur til Flórída og standa frammi fyrir réttarhöldum. Og svo var hann farinn.“

„Ég var miður mín. Við vorum nokkur í upptökustúdíói með Johnny Rivers. Hann var að gera plötu og vildi að við öll værum að syngja í bakgrunni. Við áttum enga farsíma á þeim tíma svo við vissum ekki hvað var að gerast í umheiminum. Og skyndilega bárust fréttir um herbergið. „Heyrðuð þið? Hann er dáinn.“ Ég ætlaði ekki að deila persónulegu sambandi mínu við þetta fólk. Ég fór úr herberginu, settist á stigann og grét bara. Það var rökrétt að hann væri nógu heimskur til að drekka sig í hel. En hann var bara 27 ára gamall. Ég var 33 ára þá.“

Stewart lagði áherslu á að samband hennar við Morrison „væri ekki ástarsamband.“

„Það hafði ekkert með það að gera. Hann treysti mér vegna þess að ég vildi ekkert frá honum. Ég var bara að vera vinur. Það var það sem við vorum.“

The Doors.

Hélt hún hefði klúðrað áheyrnarprufunni

Árið 1973 fór Stewart í prufu fyrir það sem hún hélt að væri vestraþáttaröð. Hún kom í Paramount Studios í gallabuxum og batiklituðum stuttermabol.

„Ég gekk inn í biðstofuna og þar voru allar þessar leikkonur í gömlum vestrænum kjólum. Ég lít út eins og hippi. Fyrsta hugsun mín var: „Ó, guð minn góður, ég hef klúðrað þessu alveg í þetta skiptið.

Stewart las fyrir framan 12 menn í samanbrjótanlegum stólum sem stóðu í kringum hana. Einn þeirra var Landon. Hún sneri sér að framleiðanda og spurði hvort hún mætti ​​taka sæti hans fyrir aftan afgreiðsluborðið. Mennirnir skiptust á undrandi augnaráðum þegar hún steig fram. Stewart lamdi hendinni í viðinn og gelti: „Þögn!“

„Ég held að það sé það sem fékk mér hlutverkið,“ hló hún. „Þau þögnuðu strax. Þau hugsuðu að ef ég gæti höndlað herbergi fullt af körlum, gæti ég höndlað herbergi fullt af tíu ára börnum.“ Og fljótt áttaði Stewart sig á því að hún var hluti af einhverju sérstöku.

„Ég áttaði mig á því að þetta var stórt tækifæri og ég ætti að vera góð,“ sagði hún um að leika í Húsinu á sléttunni.

„Og ég var mjög hrifin af því hvernig Michael kom fram við börnin. Hann átti sjálfur nokkur börn á þeim tíma. Og jafnvel þótt hann hafi gengið í gegnum nokkur vandamál, skilnaðinn sinn og síðan giftist hann aftur einhverjum sem var í þáttunum okkar þá héldu leikararnir áfram sem fjölskylda. Hann varði hverjum einasta degi með okkur.

Ég dáðist svo mikið að honum fyrir það sem hann lagði af mörkum til þáttarins. Ekki bara leikstýrði hann, heldur sat hann við hliðina á settinu og skrifaði næsta þátt í gulri skrifblokk. Þannig var hann þátttakandi. Hann hafði ekki bara fullt af rithöfundum sem réttu honum handrit. Hann var að skrifa daglega. Ég bar mikla virðingu fyrir honum. Og börnin voru svo frábær. Þau mættu á réttum tíma, kunnu línurnar sínar og unnu verkið. Ég var mjög heppin,“ brosti hún. „Ég fékk að vinna með þeim bestu.“

Stewart í hlutverki sínu í Litla húsinu á sléttunni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Donald Trump fékk ekki boð í jarðarför Cheney

Donald Trump fékk ekki boð í jarðarför Cheney
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gíslarnir segja frá: „Þetta er eitthvað sem nasistarnir gerðu ekki einu sinni“

Gíslarnir segja frá: „Þetta er eitthvað sem nasistarnir gerðu ekki einu sinni“