fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað

Pressan
Mánudaginn 24. nóvember 2025 06:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eintak af fyrstu útgáfu fyrsta Superman-blaðsins frá árinu 1939, sem hafði legið óhreyft og safnað ryki uppi á háalofti áratugum saman, var selt á uppboði á fimmtudag fyrir rúmlega 9 milljónir dala.

Um er að ræða hæstu upphæð sem fengist hefur fyrir myndasögublað. Superman #1 er af mörgum talinn hinn heilagi kaleikur í heimi safnara og var eintakið sem slegið var í síðustu viku í besta ástandinu af þeim sem þekkt eru.

Í frétt NBC News kemur fram að blaðið hafi fundist í kassa á háalofti í Norður-Kaliforníu þar sem þrír bræður voru að ganga frá eigum móður sinnar eftir andlát hennar.

Móðirin hafði lengi talað um að eiga upprunaleg teiknimyndasögublöð frá fjórða áratugnum, en mundi ekki hvar þau hefðu endað. Þegar bræðurnir fóru í gegnum kassa uppi á háalofti fundu þeir blaðið og duttu heldur betur í lukkupottinn.

Að sögn uppboðshaldara skilaði nánast ósnortið ástand blaðsins sér í lokaverðinu sem nemur vel yfir einum milljarði íslenskra króna.

Fyrirtækið CGC, sem sérhæfir sig í að staðfesta og meta ástand til dæmis teiknimyndasagna og spilakorta, gaf blaðinu einkunnina 9 af 10. Þykir það vera til marks um nánast fullkomið ástand blaðsins sem er afar sjaldgæft varðandi svo gamla muni.

„Superman nr. 1 er tímamótaverk í menningarsögunni, og þetta tiltekna eintak er ekki aðeins í frábæru ástandi heldur fylgir því saga sem er eitthvað eins og úr kvikmynd,“ sagði Lon Allen, aðstoðarforstjóri Heritage, í yfirlýsingu. „Við erum ánægð með að verðið endurspegli það.“

Í frétt NBC er rifjað upp að í Superman #1 birtist þessi vinsæla ofurhetja í fyrsta sinn í blaði sem helgað var henni einni. DC Comics höfðu þá ákveðið að nýta vinsældir Clark Kent/Superman úr Action Comics #1 frá 1938 og setja hann í eigið tímarit.

Ekki er talið að mörg eintök í svona góðu ástandi séu til í heiminum, en bent er á það að DC hafi hannað öftustu blaðsíðuna þannig að hægt var að klippa hana út og ramma inn. Telur Allen, aðstoðarforstjóri Heritage, að flestir krakkar hafi einmitt gert það. „Flest eintök sem lifðu af eru því illa farin eða búið að klippa þau.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Gíslarnir segja frá: „Þetta er eitthvað sem nasistarnir gerðu ekki einu sinni“

Gíslarnir segja frá: „Þetta er eitthvað sem nasistarnir gerðu ekki einu sinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kaupandi gullklósetts afhjúpaður – Kostaði einn og hálfan milljarð

Kaupandi gullklósetts afhjúpaður – Kostaði einn og hálfan milljarð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Enn eitt áfallið í Alheimsfegurð – Keppandi féll af sviði og flutt á sjúkrahús

Enn eitt áfallið í Alheimsfegurð – Keppandi féll af sviði og flutt á sjúkrahús
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kona sem er ákærð fyrir morð á Tenerife spurði hvaða afleiðingar það hefði fyrir hana að bana manni

Kona sem er ákærð fyrir morð á Tenerife spurði hvaða afleiðingar það hefði fyrir hana að bana manni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rotnandi líkið í Teslunni – Talið að stúlkan hafi verið myrt í vor og rapparinn loksins með stöðu sakbornings

Rotnandi líkið í Teslunni – Talið að stúlkan hafi verið myrt í vor og rapparinn loksins með stöðu sakbornings
Pressan
Fyrir 5 dögum

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum