fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Pressan

Það var útilokað að fanga eiturlyfjabaróninn – Snilldaráætlun var hrundið úr vör með ólíklegum samstarfsaðila

Pressan
Miðvikudaginn 27. ágúst 2025 03:17

El Mayo meðan hann naut frelsisins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að hafa tekist að sleppa undan löngum armi laganna áratugum saman kom að því að einn hættulegasti eiturlyfjabarón heims var handtekinn. Það hafði reynst ómögulegt að hafa hendur í hári hans, þar til Bandaríkjamenn fengu snilldarhugmynd.

Á mánudaginn kom maðurinn, hinn 77 ára Ismael „El Maya“ Zambada, fyrir dómara í Bandaríkjunum. Hann stýrði hinum illræmda Sinaloa-eiturlyfjahring áratugum saman. Bandarískum yfirvöldum tókst að hafa hendur í hári hans á síðasta ári en hann hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu, þar til á mánudaginn.

Þegar hann kom fyrir alríkisdómara í Brooklyn í New York á mánudaginn játaði hann í fyrsta sinn aðild að fjölda afbrota.

Hann viðurkenndi að hafa síðan 1969 verið viðriðinn fíkniefnaviðskipti og að hafa flutt að minnsta kosti 1,5 milljónir kílóa af kókaíni til Bandaríkjanna.

Hann játaði einnig að undirmenn hans í Sinaloa hefðu drepið meðlimi annarra eiturlyfjahringa og saklaust fólk sem hafði engin tengsl við eiturlyfjahringi.

Bandarískir fjölmiðlar segja að „El Mayo“ muni eyða því sem hann á eftir ólifað í fangelsi.

Málið er mikill sigur fyrir bandarísk yfirvöld því „El Mayo“ er ekki bara einhver eiturlyfjabarón, hann var einn sá umsvifamesti og hættulegasti.

Hann stofnaði Sinaloa ásamt samstarfsmanni sínum Joaquín „El Chapo“ Guzmán á níunda áratugnum.

Margir hafa heyrt um hinn illræmda „El Chapo“ en færri um „El Mayo“ því hann hélt sig meira til hlés en var jafn valdamikill og „El Chapo“ og var aðalhugmyndafræðingurinn á bak við uppbyggingu Sinaloa sem er líklega stærsti glæpahringur heims í dag.

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur lengi talið „El Mayo“ vera heilann á bak við hina miklu spillingu hjá mexíkóskum yfirvöldum, lögreglunni og hernum. Þessi spilling hefur gert Sinaloa kleift að vaxa og dafna samhliða því sem samtökin hafa smyglað kókaíni, heróíni og fantanýli til margra landa og þá sérstaklega til Bandaríkjanna.

Maðurinn sem ekki var hægt að handtaka

„El Mayo“ var árum saman á lista bandarískra yfirvalda yfir þá sem þau vildu allra helst handtaka. En það reyndist erfitt að hafa uppi á honum og handtaka, allt þar til hann var lokkaður upp í flugvél sem lenti á allt öðrum stað en hann reiknaði með.

„El Mayo“ er nánast hetja á götum úti í Mexíkó og auðvitað í fíkniefnaheiminum.

Þrátt fyrir að hafa verið í þessari valdastöðu áratugum saman, tókst honum lengi vel að komast hjá því að enda í fangelsi en félagi hans, „El Chapo“, var ekki svo heppinn.

En fyrir ári síðan kom að því að heppnin yfirgaf „El Mayo“. Honum var rænt af syni „El Chapo“, sem stýrði einum anga Sinaloa, sem varð til eftir að „El Chapo“ var handtekinn 2016. „El Chapo“ var dæmdur í ævilangt fangelsi í Bandaríkjunum 2019.

Sonurinn lokkaði „El Mayo“ með í flugferð undir því yfirskyni að þeir ætluðu að skoða uppbyggingu á einum af flugvöllum Sinaloa. En þess í stað var vélinni lent nærri landamærabænum El Paso í Texas í Bandaríkjunum þar sem bandarískir lögreglumenn biðu „El Mayo“.

Aðgerðin vakti mikla athygli, ekki síst vegna þess að bandarísk yfirvöld ákváðu að taka saman höndum við einn anga Sinaloa eftir margar misheppnaðar tilraunir, til að hafa hendur í hári „El Mayo“, í samstarfi við mexíkósk yfirvöld.

Hann hafði alltaf komist hjá handtöku og er talið að það geti hann þakkað tengslum sínum við spillta stjórnmála- og lögreglumenn sem vöruðu hann líklega við yfirvofandi handtöku.

Ástæðan fyrir játningunni

„Ég viðurkenni að ólögleg fíkniefni hafa valdið miklu tjóni meðal almennings í Bandaríkjunum, Mexíkó og annars staðar,“ sagði „El Mayo“ fyrir dómi á mánudaginn að sögn New York Times.

Ástæðan fyrir játningunni er líklega að hann vildi forðast dauðadóm.

Bandaríska dómsmálaráðuneytið tilkynnti nýlega að fallið yrði frá kröfu um dauðadóm yfir „El Mayo“ og skömmu síðar tilkynntu verjendur hans að hann myndi játa sök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Héldu að hún hefði orðið raðmorðingja að bráð – Sannleikurinn leyndist í fataskáp

Héldu að hún hefði orðið raðmorðingja að bráð – Sannleikurinn leyndist í fataskáp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta líkamseinkenni tengist því hvort fólk á marga rekkjunauta

Þetta líkamseinkenni tengist því hvort fólk á marga rekkjunauta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þakklát frænda sínum fyrir að hafa drepið föður hennar

Er þakklát frænda sínum fyrir að hafa drepið föður hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona er hægt að kæla bjór og gos á nokkrum mínútum án þess að nota frysti

Svona er hægt að kæla bjór og gos á nokkrum mínútum án þess að nota frysti
Pressan
Fyrir 3 dögum

40.000.000.000.000.000.000 – Þetta er fjöldi svarthola í alheiminum

40.000.000.000.000.000.000 – Þetta er fjöldi svarthola í alheiminum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tálbeituaðgerð 12 ára drengs gegn grunuðum barnaníðingi fór illilega úrskeiðis

Tálbeituaðgerð 12 ára drengs gegn grunuðum barnaníðingi fór illilega úrskeiðis