fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Pressan

Þrír mánuðir síðan dæturnar voru myrtar – Faðirinn er enn ófundinn

Pressan
Þriðjudaginn 26. ágúst 2025 22:00

Evelyn, 8 ára, Paityn, 9 ára, og Olivia, 5 ára.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umfangsmikil leit lögreglu að manni sem grunaður er um að hafa myrt þrjár dætur sínar hefur enn engan árangur borið.

Það var þann 2. júní síðastliðinn sem systurnar Paityn Decker, 9 ára, Evelyn Decker, 8 ára, og Olivia Decker, 5 ára, fundust látnar skammt við tjaldsvæði eitt í Washington-ríki.

Faðir stúlknanna, hinn 32 ára Travis Decker, sótti þær til barnsmóður sinnar föstudaginn 30. maí og hugðist skila þeim síðar þennan sama dag. Þegar þær skiluðu sér ekki til baka á föstudagskvöldinu hófst leit og fannst bifreið Travis mannlaus á mánudeginum. Lík systranna fundust svo síðar þann sama dag en Travis var hvergi sjáanlegur.

Sjá einnig: Umfangsmikil leit að föður sem grunaður er um að hafa myrt þrjár dætur sínar

Hann var heimilislaus en dvaldi meðal annars á tjaldsvæðum eða í bifreið sinni.

Nú þegar tæpir þrír mánuðir eru liðnir frá þessum voveiflegu morðum hefur leit að Travis ekki enn borið árangur. Lögregla telur að hann hafi ráðið dætrum sínum bana og lagt svo á flótta, en DNA-rannsókn hefur útilokað að einhver annar hafi verið að verki.

NBC News greinir frá því að lögregla hafi undanfarna daga lagt aukinn þunga í leitina. Um eitt hundrað fulltrúar lögregluumdæmisins í Chelan-sýslu eru við leit í skóglendi skammt frá staðnum þar sem systurnar fundust látnar.

Lögregla hefur fengið fjölda vísbendinga um ferðir Travis en þær hafa engu skilað. Lögregla veit ekkert hvar hann er niðurkominn eða hvort hann er lífs eða liðinn.

Talið er að Travis hafi myrt dætur sínar með því að setja plastpoka yfir höfuð þeirra með þeim afleiðingum að þær köfnuðu. Travis er fyrrverandi hermaður og vanur útivistarmaður.

Í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að Travis hafi í fyrrahaust neitað að samþykkja forsjáráætlun sem kvað á um að hann leitaði sér aðstoðar við andlegum kvillum og færi á reiðistjórnunarnámskeið.

Travis Decker er enn leitað.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Varð vitni að sóðalegri hegðun flugfarþega – „Held ég þurfi í sturtu eftir að hafa séð þetta“

Varð vitni að sóðalegri hegðun flugfarþega – „Held ég þurfi í sturtu eftir að hafa séð þetta“
Pressan
Í gær

Sagði að bjarndýr hefði orðið föður sínum að bana – Ótrúlegar vendingar í málinu

Sagði að bjarndýr hefði orðið föður sínum að bana – Ótrúlegar vendingar í málinu