Svissneska dagblaðið Blick segir að einn göngumannanna, 23 ára kona, hafi af óþekktum ástæðum hrapað niður af 70 metra klettavegg og látist.
Hópurinn var að sögn á bakaleið þegar þetta gerðist.
Björgunarmenn fóru á vettvang um leið og tilkynning barst um slysið og var konan strax flutt með þyrlu á sjúkrahús. Lögreglan segir að konan hafi látist á sjúkrahúsinu á miðvikudaginn.