Hún segist hafa átt í kynferðislegu samband við bróður sinn þegar hún var 17 ára og hann 18. Hafi þetta verið að hennar frumkvæði. Hún hefur áhyggjur af að „sagan muni endurtaka sig“ og því geti hún ekki hugsað sér að skilja börnin sín eftir ein saman.
Konan skýrði frá þessu í bréfi sem hún sendi ráðgjafa hjá breska dagblaðinu The Sun og sagði að sifjaspellin hafi byrjað sem „saklausar tilraunir unglinga“ sem hafi þróast yfir í kynferðislegt samband sem hafi varað þar til hún flutti að heiman.
Hún sagði að bæði hún og bróðirinn hafi vitað að samband þeirra væri ekki ásættanlegt í félagslegum skilningi og væri lögbrot. Þau hafi bæði skammast sín.
„Ég get ekki útskýrt þetta öðruvísi en að við vorum alin upp á mjög trúuðu heimili þar sem kynlíf var talið vera synd. Hvorugu okkar var leyft að fara á stefnumót eða í partý eða þess háttar. Við vorum alltaf mjög náin, kannski af því að það var ekki svo mikill aldursmunur á okkur og við áttum ekki marga vini,“ skrifaði hún.
Konan er nú 39 ára, gift og á tvö börn, 4 og 6 ára, en bróðir hennar er einhleypur. Þau hafa aldrei sagt neinum frá leyndarmáli sínu og þegar þau hittast, þá minnast þau ekki á fortíðina.
Hún sagðist ekki hafa „dvalið“ við fortíðina fyrr en dóttir hennar fór að eiga í samskiptum við bróður sinn. Nú óttist hún hvað geti gerst hjá þeim og því haldi hún systkinunum aðskildum og láti þau leika sér ein í herbergjunum sínum.
Nú er eiginmaður hennar farinn að veita þessu athygli að hennar sögn og hún hefur áhyggjur af að þetta haldi aftur af eðlilegum þroska barnanna og leitaði því ráða.
Sérfræðingur The Sun, Sally Land, hrósaði konunni fyrir að opna sig um það sem gerðist og biðja um hjálp. Hún benti konunni á að það sé mikilvægt að leyfa börnunum að eiga í eðlilegum samskiptum sín á milli og það sé ólíklegt að það sem gerðist hjá konunni og bróður hennar muni gerast hjá börnunum.
Hún hvatti konuna til að leita sér aðstoðar hjá sérfræðingum bresku barnaverndarsamtakanna.