Þegar yfirvöld rannsökuðu málið kom í ljós að samband Lowe og piltsins hófst 2021, nokkrum mánuðum eftir að Lowe hóf störf í skólanum. Samband þeirra var þó eingöngu í formi skilaboðasendinga, oft með ansi djörfum texta.
Þegar upp komst um þessar skilaboðasendingar í október var hún rekin úr starfi. En hún setti sig aftur í samband við piltinn og sendi honum myndir af sér á nærfötunum einum saman.
Auk þess að missa kennsluréttindin að eilífu var hún dæmd í 14 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skilaboðasendingarnar. Hún þarf einnig að sækja endurhæfingarnámskeið í 20 daga og vinna 120 klukkustundir í þegnskylduvinnu.