fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Pressan

Kennari sendi myndir af sér á nærfötunum einum fata til nemanda – Svipt kennsluréttindum

Pressan
Mánudaginn 18. ágúst 2025 21:30

Kingsmeadskólinn. Mynd:GoogleStreetView

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Georgia Lowe, 27 ára, hefur verið svipt kennsluréttindum ævilangt fyrir að senda myndir af sér, á nærfötunum einum saman, til 15 ára nemanda. Hún var þá kennari við Kingsmead skólann í Hednesford í Staffordshire á Englandi. Það var móðir piltsins sem komst að myndasendingunum og gerði skólayfirvöldum viðvart.

Þegar yfirvöld rannsökuðu málið kom í ljós að samband Lowe og piltsins hófst 2021, nokkrum mánuðum eftir að Lowe hóf störf í skólanum. Samband þeirra var þó eingöngu í formi skilaboðasendinga, oft með ansi djörfum texta.

Þegar upp komst um þessar skilaboðasendingar í október var hún rekin úr starfi. En hún setti sig aftur í samband við piltinn og sendi honum myndir af sér á nærfötunum einum saman.

Auk þess að missa kennsluréttindin að eilífu var hún dæmd í 14 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skilaboðasendingarnar. Hún þarf einnig að sækja endurhæfingarnámskeið í 20 daga og vinna 120 klukkustundir í þegnskylduvinnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?
Pressan
Í gær

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun