fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Pressan

Ekkja lét innramma húðflúr af eiginmanninum til að minnast hans – „Gerir svo miklu meira en mynd“

Pressan
Mánudaginn 18. ágúst 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar hjúkrunarfræðingurinn Angelica Radevski missti maka sinn óvænt fyrr á þessu ári tók hún djarfa ákvörðun sem hefur komið milljónum netverja á óvart. Hún lét fjarlægja flúr á handlegg hans, svonefnda ermi, og innrammaði til minningar um eiginmanninn.

Angelica, 35 ára, og eiginmaður hennar, TJ, höfðu verið vinir um árabil áður en þau giftu sig árið 2021. Eiga þau tíu ára gamlan son, Preston.

Í mars, eftir að TJ lést skyndilega, 55 ára að aldri, vildi Angelica ekki hefðbundna minjagripi um mann sinn, í staðinn vildi hún ramma inn hluta af húð hans.

„Við höfðum rætt þetta áður en hann lést,“ sagði Angelica í myndbandi á TikTok.

@realangelicavibes Everyone’s asking how we preserved my husband’s tattoo… This is just one piece of the story, but there is so much more to tell. But I want you to know how we did this, and why it mattered so much. 🖤 #tattoostorytime #grieftok #viralstory #preservedtattoo #widowstrong #storytime2025 #angelicavibes #realafmom #healinginpublic #steelers ♬ original sound – Angelica | Real AF Sports Mom

Af meira en 70 húðflúrum sem TJ hafði látið flúra á líkama sinn, valdi hún að varðveita fyrsta flúrið sem TJ hafði látið flúra á handlegginn, hjálm Pittsburgh Steelers með myndum af hauskúpu og í svörtum og gylltum litum liðsins.

Flúrið var eitt af uppáhalds flúrunum TJ og sonar hans, og það var Preston sem tók lokaákvörðunina um hvaða flúr ætti að varðveita.

„Þetta er pabbi,“ sagði hann við móður sína.

Mæðginin með flúrið innrammað.

Eftir jarðarförina notaði Angelica tússpenna til að afmarka nákvæmlega húðflúrið sem þau vildu varðveita á hægri handlegg TJ. Útfararstjóri fjarlægði síðan húðina varlega, setti hana í sérstakt varðveislusett frá fyrirtækinu Save My Ink Forever í Ohio og sendi það af stað áður en lík TJ var brennt.

Varðveisluferlið tók um 90 daga. Þegar fyrirtækið skilaði innrammaða húðflúrinu  í glerhulstri og í dökkum tréramma var augnablikið yfirþyrmandi.

„Þegar hann rétti okkur það varð ég mjög hissa,“ sagði Angelica við People. „Og það var gott áfall, svo margt sem maður vissi ekki að maður saknaði, en mér leið strax betur.“

Húðflúrið ber enn áferð húðar TJ, smáatriðin í hrukkum hans, jafnvel laus hár.

„Þetta er ekki eftirlíking. Þú getur séð hárið hans, hrukkurnar hans, blekið sem ég kyssti góða nótt,“ segir Angelica.

Flúrið.

Angelica og sonur hennar segja að verkið veiti þeim djúpstæða líkamlega og tilfinningalega tengingu sem þau gætu ekki fengið með því að varðveita ösku TJ í keri.

Yfir 30 milljónir hafa horft á myndband hennar um flúrið og eru skiptar skoðanir. Margir hafa lýst aðdáun og stuðningi, á meðan aðrir bera ákvörðun hennar saman við eitthvað úr hryllingssögu og hafa jafnvel borið hana saman við raðmorðingjann Jeffrey Dahmer. 

En Angelica lætur athugasemdirnr ekki á sig fá.  „Bara vegna þess að það er ekki það sem þú vilt, þarftu ekki að láta mér líða illa með það,“ sagði hún við People.

„Við finnum fyrir honum hér mikið, andlega og orkulega. En þetta er það verk sem við þurftum virkilega, virkilega á að halda. Þegar við viljum vita að hann er hér getum við haldið á rammanum, og það gerir svo miklu meira en bara mynd.“

Ekkjan vonast einnig til þess að saga hennar hjálpi öðrum að skipuleggja framtíðina. TJ var ekki líftryggður og stóð hún því frammi fyrir fjárhagserfiðleikum eftir andlát hans. Nú notar hún samfélagsmiðla sína til að opna umræður um dauðann og óskir um lífslok.

„Í stað þess að skipuleggja brúðkaup í eitt ár, af hverju byrjum við ekki að skipuleggja og gera það eðlilegt og ekki svo ljótt að tala um dauðann. Þú getur verið undirbúinn, bæði fjárhagslega og einnig hvað þú vilt láta verða um líkama þinn.“

TJ og Angelica.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann
Pressan
Í gær

Maður sem geymdi lík unnustu sinnar í þrjú ár dæmdur í fangelsi

Maður sem geymdi lík unnustu sinnar í þrjú ár dæmdur í fangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Átt þú grautfúlan kött? Það gæti verið þín sök

Átt þú grautfúlan kött? Það gæti verið þín sök
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eldheitur Repúblikani dæmdur í 80 ára fangelsi – Réði leigumorðingja til að skjóta á Demókrata

Eldheitur Repúblikani dæmdur í 80 ára fangelsi – Réði leigumorðingja til að skjóta á Demókrata
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið