fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Pressan

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum

Pressan
Sunnudaginn 17. ágúst 2025 18:00

Veitingastaðurinn Pho Na. Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víetnamska veitingastaðnum Pho Na, í Southwark í London, var lokað í liðinni viku, í kjölfar heimsóknar heilbrigðiseftirlits á staðinn. Starfsmenn eftirlitsins fundu kjöt í frystinum sem merkt var „geit vafin í laufvefju“ sem þeir sendu til greiningar. Niðurstaðan var sú að um hundakjöt væri að ræða. Þá var staðnum lokað.

Eftirlitsmennirnir fundu einnig músaskít og kakkalakka á veitingastaðnum.

Eigandi staðarins, hinn 47 ára gamli Vuong Quoc Nguyen, neitaði fyrir dómi á þriðjudag ákæru um fjölmörg brot á öryggis- og hreinlætisreglum. Verjandi hans sagði að skjólstæðingur sinn hefði ekki vitað að um hundakjöt í frystinum væri að ræða því annar aðili hefði útvegað honum kjötið. Sagði hann að kjötið hafi aldrei farið í sölu og kallað hefði verið á meindýraeyði vegna músagangs og kakkalakka.

Sjá nánar um málið á Metro.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum
Pressan
Í gær

Átt þú grautfúlan kött? Það gæti verið þín sök

Átt þú grautfúlan kött? Það gæti verið þín sök
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reykjavík sú áttunda öruggasta í Evrópu

Reykjavík sú áttunda öruggasta í Evrópu