Eitt af þessum góðu ráðum er að skilja ryksuguna eftir á áberandi stað, til dæmis í miðri stofunni. Þetta fær væntanlega innbrotsþjófa til að halda að þú hafi verið að ryksuga og hafi þurft að skjótast frá en komir fljótlega aftur.
Það er líka góð fjárfesting að kaupa sér útiljós sem er tengt hreyfiskynjara. Það er fátt sem innbrotsþjófum líkar verr en að vera skyndilega baðaðir í ljósi þegar þeir eru að sniglast við hús um miðja nótt. Þá er lang líklegast að þeir leggi á flótta.
Enn ein hugmyndin er að dreifa möl í kringum húsið því það er nánast útilokað að ganga hljóðlaust á henni.
Síðan er rétt að gæta þess að skilja ekki töskur, veski og skartgripi eftir á áberandi stöðum.