Niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Lincoln University sýna að kettir í ofþyngd og glaðbeittir kettir eiga eigendur sem eru með svipaðan persónuleika. Rannsóknin er byggð á persónuleikaprófum á 3.300 kattaeigendum. Einnig kom í ljós að taugaveiklaðir kattaeigendur voru síður líklegir til að leyfa köttum sínum að fara út úr húsi. Þeir kettir hafa þá tilhneigingu til að vera of þungir og að glíma við ýmis hegðunarvandamál, eins og að klóra húsgögn.
Hundar hafa oft verið sagðir líkjast eigendum sínum en kettir væru mun sjálfstæðari en kannski þarf að endurskoða þessa staðalímynd miðað við þessa niðurstöðu.
Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í tímartinu PLOS ONE.