fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Pressan

Ótrúleg þróun – Núna er Bandaríkjamönnum nokkuð sama um Trump og Epstein

Pressan
Föstudaginn 15. ágúst 2025 07:30

Jeffrey Epstein og Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál málanna í Bandaríkjunum í sumar var vinátta Donald Trump og barnaníðingsins Jeffrey Epstein. Málið var talið vera tifandi tímasprengja undir Trump en nú virðist sem bandarískir kjósendur hafi misst áhuga á málinu og hafi snúið sér að öðru.

„Ég verð að segja út frá pólitískum sjónarhóli, þá varð málið fljótt aukaatriði,“ sagði Harry Enten, gagnagreinandi hjá CNN, að sögn Huffington Post.

Málið snýst um samband Trump og Epstein og ekki síst hvort nafn forsetans er að finna í hinum leynilegu „Epstein-skjölum“ en í þeim eru nöfn margra þekktra einstaklinga sem gætu einnig hafa gerst sekir um kynferðisbrot.

Enten sagði að leitum á Google að orðinu „Epstein“ hafi fækkað um 89% miðað við það sem var fyrir þremur vikum. Það hefur einnig dregið mjög úr því að fólk leiti noti leitarvélina til að leita að nöfnum Trump og Epstein samtímis.

Enten sagði að nú hafi fólk mestan áhuga á tollum og Vladímír Pútín, líklega vegna fundar Trump og Pútíns í Alaska í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Réttarhöld hafin yfir manni sem sviðsetti eigið andlát – Átti sér skuggalega fortíð

Réttarhöld hafin yfir manni sem sviðsetti eigið andlát – Átti sér skuggalega fortíð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi