fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Pressan

Norðurkóreskir flóttamenn segja frá hryllingnum sem þeir sæta í Rússlandi

Pressan
Föstudaginn 15. ágúst 2025 03:16

Kim Jong-un, einræðisherra, hikar ekki við að fórna samlöndum sínum. Mynd:KCNA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna stríðsins í Úkraínu er skortur á vinnuafli í Rússlandi vegna hins mikla fjölda karlmanna sem hafa verið sendir til að berjast í Úkraínu. Rússar halda þeim tölum leyndum en að mati erlendra leyniþjónustustofnana og sérfræðinga, þá hefur líklega um ein milljón Rússa fallið eða særst í stríðinu.

Til að mæta þessum vinnuaflsskorti hefur einræðisstjórnin í Norður-Kóreu sent mörg þúsund menn til starfa í Rússlandi. Þar lifa þeir við skelfilegar aðstæður og eru nánast þrælar. Þeir vinna meðal annars við uppbygginguna í Kúrsk-héraðinu sem Úkraínumenn höfðu á valdi sínu í nokkra mánuði.

Sex norðurkóreskir verkamenn, sem tókst að flýja frá Rússlandi, skýrðu frá þessu í samtali við BBC.

Einn þeirra sagðist hafa unnið í 18 klukkustundir á sólarhring.

Aðrir sögðust hafa verið vaktir klukkan sex að morgni og neyddir til að vinna til tvö á nóttinni. Þeir fá tvo frídaga á ári.

„Það er hryllilegt að vakna og átta sig á að maður á að endurtaka sama hlutinn dag eftir dag,“ sagði einn viðmælanda BBC.

Hann sagðist yfirleitt hafa vaknað með krampa í höndunum og hafi ekki getað opnað lófana. Þetta hafi verið afleiðing af erfiðisvinnu dagsins áður.

„Sumir yfirgefa vinnuna á daginn til að sofa aðeins. Annars sofna þeir standandi. En verkstjórarnir finna þá og berja þá. Það var eins og við værum að deyja,“ sagði annar viðmælandi BBC.

Annar sagðist hafa hrapað úr fjögurra metra hæð og hafi andlitsbrotnað en hafi ekki fengið að fara á sjúkrahús.

Norðurkóreskir embættismenn fylgja verkamönnunum til Rússland og fylgjast náið með þeim til að tryggja að þeir flýi ekki úr gámunum sem þeir eru látnir búa í.

Mánaðarlaun verkamannanna eru sem svarar til 13.000 til 26.000 íslenskra króna eftir að búið er að draga stærsta hluta þeirra af þeim, sá hluti launanna rennur beint til einræðisstjórnarinnar í Norður-Kóreu.

Þeir fá launin ekki fyrr en þeir snúa aftur heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Réttarhöld hafin yfir manni sem sviðsetti eigið andlát – Átti sér skuggalega fortíð

Réttarhöld hafin yfir manni sem sviðsetti eigið andlát – Átti sér skuggalega fortíð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi