Pena bauð sig fram til ríkisþingsins í New Mexico í kosningunum 2022 en náði ekki kjöri. Nokkrum vikum eftir kosningarnar réði hann leigumorðingja til starfa. Reuters skýrir frá þessu.
Pena er sagður hafa verið knúinn áfram af samsæriskenningum um að rangt hefði verið haft við í kosningunum.
Hann var sakfelldur fyrir 13 ákæruatriði sem tengjast skotárásum á heimili fjögurra stjórnmálamanna úr röðum Demókrata í desember 2022 og janúar 2023. Enginn meiddist.