The Independent skýrir frá þessu og segir að Guo hafi lagt af stað í ferðina og hafi safnað áheitum fyrir krabbameinsrannsóknir. En ferðin endaði ekki eins og hann stefndi að og hann hefur setið fastur á afskekktum stað á Suðurskautinu síðan í júní.
Guo lenti í heimildarleysi á svæði Chile á Suðurskautinu eftir að hafa logið til um flugáætlun sína. Stendur rannsókn yfir á þeim hluta málsins.
Saksóknarar segja að hann hafi fengið heimild til að fljúga yfir Punta Arenas en hafi haldið áfram í suður og stefnt á Suðurskautið í Cessna 182Q flugvél sinni en þetta er lítil eins hreyfils vél.
Í lok júní var Guo ákærður fyrir að hafa logið til um flugáætlun sína og fyrir að hafa lent án heimildar. Fallið var frá ákærunni á mánudaginn eftir að saksóknari gerði samkomulag við lögmenn hans gegn því að Guo gefi 30.000 dollara til sjóðs sem styrkir rannsóknir á krabbameini í börnum. Hann þarf að inna greiðsluna af hendi innan 30 daga til að komast hjá því að verða dreginn fyrir dóm.
Hann þarf einnig að yfirgefa Suðurskautið um leið og veður leyfir og má ekki koma til Chile eða yfirráðasvæða Chile næstu þrjú árin.