Líkið fannst 1. ágúst. „Það sem ég sá var ótrúlegt. Líkið var óskaddað og fötin voru ekki einu sinni rifin,“ sagði Omar Khan í samtali við BBC.
Skilríki, sem voru í fatnaðinum, vörpuðu ljósi á af hverjum líkið var.
Lögreglan segir að Naseeruddin hafi horfið í júní 1997 þegar hann lenti í snjóstormi og datt ofan í jökulsprungu.
Hann hafði verið á ferð á hestbaki með bróður sínum þegar slysið átti sér stað.
Hann lét eftir sig eiginkonu og tvö börn.