Leikkona Laura Orrico þráði alltaf að verða móðir. En þegar hún varð ekkja 38 ára gömul fóru þeir draumar út um þúfur.
Leikkonan, sem þekkt er fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum CSI: Miami og Kevin Can Wait, yfirgaf Hollywood eftir að eiginmaður hennar, Ryan Cosgrove, greindist með heilaæxli.
Orrico segir að það hafi verið erfitt að horfa á eiginmann sinn glíma við meðferð. Og á sama tíma og Orrico rækti hlutverk sitt, sem umönnunaraðili eiginmanns síns í átta ár, þar til hann lést árið 2015, þá var hún líka að ganga í gegnum sína eigin persónulegu baráttu: að reyna að verða barnshafandi.
Nú, áratug eftir andlát eiginmannsins, deilir Orrico sögu sinni með PEOPLE. Í dag er hún ófrísk af barni hins látna eiginmanns síns og lýsir hún ítarlega langri vegferð sinni til að verða móðir.
Frá upphafi virtist samband Lauru og Ryans örlagaríkt. Þau kynntust árið 1999 hjá sameiginlegum vini þar sem Laura var strax kynnt fyrir allri fjölskyldu Ryans. Þau fóru síðar út að fá sér drykki og í lok kvöldsins spurði Ryan Lauru um símanúmerið hennar. „Hann sagði mér að hann hafi vakið foreldra sína um miðnætti og sagt: „Ég hitti stelpuna sem ég ætla að giftast.“ Hann hafði frábæran húmor. Hann var mjög ljúfur og ég hefði ekki getað beðið um betri eiginmann.“
Tveimur og hálfu ári síðar flutti parið til Los Angeles þar sem Laura hóf leiklistarferilinn og Ryan fylgdi draumum sínum um að verða grafískur hönnuður fyrir kvikmyndir. Parið gifti sig árið 2004 og þremur árum seinna byrjaði Ryan að fá alvarleg mígreni. Eina nóttina, eftir að hafa fengið hræðilegt flogakast var hann fluttur á sjúkrahús. Daginn eftir mæltu læknar með segulómun og var Ryan greindur með heilaæxli.
Laura fór með Ryan í öll viðtöl vegna veikindanna og ók honum um þegar hann gat það ekki vegna flogakastanna.
„Við gerðum allt sem við gátum á þessum átta árum til að halda lífinu í jafnvægi, reyna að gera skemmtilega hluti á erfiðum dögum. Við fórum í bíó daginn eftir meðferðir eða höfðum eitthvað til að hlakka til, sem ég held að hafi hjálpað okkur í gegnum þessi átta ár.“
Áður en eiginmaður hennar hóf meðferð við æxlinu árið 2007 frysti hann sæði sitt til að tryggja að parið gæti reynt að eignast börn síðar meir. Þau höfðu alltaf viljað eignast fjölskyldu en vildu bíða þangað til þau yrðu á þrítugsaldri. Árið 2013, þegar Laura var 36 ára og Ryan 37 ára, ákváðu þau að byrja að reyna að eignast barn.
Eftir að hafa farið í gegnum fjórar sæðingar í legi (IUI) varð Laura loksins ólétt. „Við fluttum til Chicago og nokkrum vikum eftir að við fluttum heim missti ég fóstur.“
Þau reyndu næst glasafrjóvgun (IVF). Laura og Ryan fóru í gegnum tvo mismunandi lotur og þótt hún hafi orðið ólétt í bæði skiptin missti hún fóstur tvisvar. „Hefði síðasta meðgangan gengið eftir hefði ég fætt barnið okkar á sama tíma og Ryan lést.“
Ryan lést 29. apríl 2015. „Hann var mjög veikur í níu mánuði. Og við höfðum klárað allar hugsanlegar meðferðir. Við vorum jafnvel að skoða tilraunir. Við fórum meira að segja í gegnum eina. Það var frekar erfiður tími að sjá honum hraka og sjá hann þjást. Þetta var bara mjög erfitt.“
Eftir andlát eiginmanns síns var Laura í öðru sambandi í fimm ár. Hún reyndi að verða ólétt en missti fóstrið.
Laura átti tvö langtímasambönd til viðbótar sem gengu ekki upp og endaði einhleyp 48 ára gömul.
„Ég frestaði stöðugt barneignum í von um að hitta réttu manneskjuna og ég yrði gift og lifði ævintýralífi mínu og næsta kafla. Ég fór í fyrsta áfangann, sem var frábær með látna eiginmanninn minn, og ég hugsaði með mér: Allt í lagi, ég ætla að byrja upp á nýtt og halda áfram á jákvæðan hátt. En það hefur bara ekki gengið upp.“
Laura var áhyggjufull um að hún gæti alls ekki stofnað fjölskyldu og ákvað að byrja að reyna að eignast barn sjálf með sæði látna eiginmannsins. Hún fór til læknis og eftir stutt vandamál með blöðrur í legi fékk hún samþykki til að byrja.
„Ástæðan fyrir því að ég ákvað að gera þetta ein var sú að ef ég gerði það ekki núna, þá væri það of seint og ég myndi sjá eftir því það sem eftir væri ævinnar. Ég ætlaði aldrei að gera þetta ein.“
Árið 2007, þegar Ryan frysti fyrst sæði sitt, ræddu Laura og Ryan hvað myndi gerast ef hann dæi áður en þau gætu eignast börn. Ryan gaf Lauru skýrt leyfi sitt til að nota sæði sitt eftir andlát sitt til að „halda arfleifð minni áfram“.
„Ég hef blessun hans og pappíra sem staðfesta það.“
Laura byrjaði í meðferð haustið 2024 og byrjaði á lyfjunum sem nauðsynleg eru fyrir glasafrjóvgun í apríl síðastliðnum. Loksins, 28. maí, fór hún í aðgerðina og fékk jákvætt þungunarpróf 9. júní.
„Ég er með alla þessa áfallastreituröskun og kvíða. Ég átti aldrei í erfiðleikum með að verða ólétt. Ég átti í erfiðleikum með að halda mér óléttri.“
Móðir Lauru var fyrst til að heyra gleðifréttirnar. „Hún spyr: „Ertu ólétt?“ Og svo byrjaði hún að gráta. Hún var bara svo spennt. Hún missti pabba ,inn þegar hún var aðeins 38 ára, við urðum báðar ekkjur 38 ára. Og hún hefur bara gengið í gegnum svo margt.“
Verðandi móðirin er einnig enn í sambandi við fjölskyldu Ryans, þar á meðal mömmu hans, sem hefur fylgt Lauru í nokkrar læknaheimsóknir.
„Mamma Ryans fór í síðustu ómskoðunina mína og læknistíma með mér. Þau eru líka spennt. Fjölskylda Ryan er fámenn og því er það er mikið mál fyrir þau að eignast annað barnabarn.“
Laura hefur einnig umkringt sig stuðningsríkum, kærleiksríkum og umhyggjusömum vinum.
„Ég veit ekki hvað ég myndi gera án þeirra því það er ógnvekjandi að ganga í gegnum meðgöngu ein. Og með fullri vinnu og umönnun móður sinnar þá er þetta ekki alveg það sem ég átti von á. Ég hélt ég gæti einbeitt mér að því að annast mömmu mína og meðgönguna, en það er margt í gangi og stuðningurinn skiptir öllu máli.“
Laura segist hafa lært eitt um sjálfa sig eftir öll áföllin.
„Ég held að ég hafi lært að ég er sterkari en ég hélt að ég væri og ég er að verða sterkari. Mér finnst eins og lífið hendi stöðugt í mig verkefnum.“
Laura segist ekki geta beðið eftir að verða móðir.
„Ég held að ég vilji njóta hverrar stundar. Ég held að ég vilji gera hluti með fjölskyldunni og ferðast og bara verja þessum gæðatíma með barninu, því ef það verður mitt eina og það lítur út fyrir það, þá gefst sá tími aldrei aftur,“ segir hún.
„Og ég vona að jafnvel þótt ég hitti einhvern á meðan ég er ólétt. Ég myndi elska að hitta minn mann og lifa hamingjusöm til æviloka og eiga föðurímynd fyrir barnið mitt. En ég valdi að gera þetta ein og ég er mjög spennt fyrir því að ala upp frábært barn og að það barn sé nálægt öllum eins og ég er með vinum og fjölskyldu, og að vera umkringd ást. Og að mamma mín sé amma, bara þvíík blessun.“