fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Pressan

Það eru fleiri bakteríur á vettlingunum þínum en klósettsetu

Pressan
Sunnudaginn 10. ágúst 2025 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú hefur ekki þvegið vettlingana þína eða hanska nýlega þá er eiginlega kominn tími til að gera það. Það eru kannski ekki margir sem átta sig á að þessir hversdagshlutir eru algjörar bakteríubombur. Meðalvettlingur er hvorki meira né minna en fimm sinnum skítugri en meðalklósettsetan.

Þetta eru niðurstöður rannsóknar hreinlætisfyrirtækisins Initial. Verstir eru vettlingar úr pólýester en skástir eru ullarvettlingar en þeir eru þó víðsfjarri því að vera hreinir.

Í umfjöllun Ekstra Bladet um málið er haft eftir Maria Brix Balle, hjá Initial, að fólk þvoi sér ekki nægilega oft um hendurnar og með þessari rannsókn sé verið að reyna að vekja athygli fólks á því.

Í rannsókninni var magn örvera á yfirborði vettlinga mælt. Ef fjöldi þeirra er minni en 200 á yfirborðinu er vettlingurinn hreinn. Ef fjöldinn er á bilinu 200 til 500 er hann miðlungshreinn en ef fjöldinn er yfir 500 er vettlingurinn skítugur.

50 vettlingar og hanskar voru rannsakaðir og var meðaltal örvera á yfirborði þeirra 1.040. Á klósettsetu eru að jafnaði 200 örverur miðað við fyrri rannsóknir Initial.

Það kom einna helst á óvart að vettlingarnir voru skítugri að innan en utan. Það er því vissara að þvo vettlinga oft.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessar matvörur hraða þyngdartapi og þessar vinna gegn því

Þessar matvörur hraða þyngdartapi og þessar vinna gegn því
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“