fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Pressan

Óskarsverðlaunaleikkonan fékk boð um stefnumót frá Trump daginn sem hún skildi við eiginmann sinn

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 10. ágúst 2025 21:30

Emma Thompson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskarsverðlaunaleikkonan Emma Thompsons greindi frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði boðið henni á stefnumót, sama dag og Thompson skildi við eiginmann sinn, leikarann og leikstjórann Kenneth Branagh.

Á kvikmyndahátíðinni Locarno Film Festival sem fram fór í Sviss á laugardag sagði Thompsons áhorfendum frá því að hún hefði fengið símtal frá Trump.

Hann sagði: Sæl þetta er Donald Trump.“ Ég hélt þetta væri eitthvað grín og spurði: „Hvernig get ég aðstoðað þig? Ég hélt kannski að hann þyrfti leiðbeiningar eða eitthvað,“ sagði Thompson hlæjandi.

Þá segir hann: „Ég hefði gaman af því ef þú myndir koma og dvelja á einum af mínum fallegu heimilum. Kannski við gætum fengið okkur kvöldmat.

Thompson segir að hún hafi hafnað boði Trump blíðlega og bætti við: „Ég sagði: „Jæja, það er mjög sætt. Þakka þér kærlega fyrir. Ég hef samband aftur.““

Á þessum tíma var Trump nýskilinn við aðra konu sína, Marlu Maples, sem hann á dótturina Tiffany með.

Maples og Trump.

Thompson og Branagh giftu sig árið 1989 eftir tveggja ára samband. Hjónabandinu lauk árið 1995. Á þeim tíma kenndu þau annríki í vinnu um slit hjónabandsins. En síðar kom í ljós að Branagh hafði hafið ástarsamband við Helenu Bonham Carter á meðan þau léku saman í Mary Shelley’s Frankenstein frá árinu 1994.

Árið 2022 opnaði Thompson sig um ástarsambandið í viðtali við New Yorker.

„Ég var algjörlega, algjörlega blind fyrir því að hann átti í samböndum við aðrar konur á setti,“ sagði Thompson. „Það sem ég lærði var hversu auðvelt það er að láta eigin löngun til að blekkja sjálfan sig blinda sig.“

Segir hún að skilnaðurinn hafi tekið mjög á sig. 

Thompson og Branagh.

Sem betur fer hringdi Thompson aldrei aftur í Trump. Hún kynntist leikaranum Greg Wise, þegar þau léki saman í Sense and Sensibility árið 1995 og giftu þau sig árið 2003. Þau eiga dótturina Gaiu, 25 ára, og kjörsoninn Tindy, 36 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Evrópskar borgir leggja háar sektir gegn ýmsu athæfi ferðamanna – „Heimamenn eru komnir með nóg“

Evrópskar borgir leggja háar sektir gegn ýmsu athæfi ferðamanna – „Heimamenn eru komnir með nóg“
Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hefndi sín grimmilega fjórum árum eftir að hafa fengið vitlaust álegg á samlokuna

Hefndi sín grimmilega fjórum árum eftir að hafa fengið vitlaust álegg á samlokuna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð í Grikklandi: Sofnaði á sólbekk við hlið eiginkonu sinnar – „Þegar ég vaknaði var hún horfin“

Martröð í Grikklandi: Sofnaði á sólbekk við hlið eiginkonu sinnar – „Þegar ég vaknaði var hún horfin“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gekk inn á sjúkrahús með mannshöfuð í poka

Gekk inn á sjúkrahús með mannshöfuð í poka
Pressan
Fyrir 4 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu