Hann hefur kafað ofan í upplýsingar um íbúa Bandaríkjanna og Bretlands og niðurstaðan er sú sama. Hjónaband og börn er ekki ávísun á hamingju.
Hann segir að gift fólk sé hamingjusamara en aðrir þjóðfélagshópar en bara þegar makinn er hjá þeim. Þegar hann sé ekki til staðar líði þeim hörmulega.
„Það er fullt til af góðum gögnum um sama fólkið í langan tíma en nú ætla ég að gera þessari vísindagrein stóran greiða með að segja þetta hreint út: „Ef þú ert karl er örugglega góð hugmynd að kvænast. Ef þú ert kona, slepptu því að giftast.““
Hann telur að karlar njóti góðs af hjónabandi því það fái þá til að taka lífinu rólegar en áður. Þeir taki minni áhættu, þéni meira, lifi lengur. Konurnar lifi hins vegar skemur ef þær giftast. Hamingjusamasti þjóðfélagshópurinn er að hans sögn konur sem hafa aldrei verið giftar eða eignast börn.