En í gær var hitamet í ágúst slegið þegar hitinn fór í 47,7 gráður (118 Fahrenheit), en fyrri ágústmetin voru sett árin 2011, 2015, 2020 og 2023 þegar hitinn fór í 47,2 gráður (117 Fahrenheit).
Þetta var ekki eina metið sem slegið var í gær því næturhitinn fór aldrei undir 34,4 gráður (94 Fahrenheit) og hefur það ekki gerst áður í ágústmánuði í borginni. Áfram er búist við miklum hitum í borginni á næstu dögum.
Dr. Zachary Labe, loftslagsvísindamaður hjá Climate Central, segir við Weather Channel að staðir eins og Arizona séu að fara inn á „ókönnuð svæði“ þegar kemur að hitum.
„Á síðustu sumrum höfum við séð langvarandi tímabil öfgahita,“ segir hann og bætir við að ófá metin hafi fallið á síðustu árum. Hitaviðvaranir voru víða í gildi í Bandaríkjunum í gær.