fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann

Pressan
Föstudaginn 8. ágúst 2025 05:50

Ætli hann hrjóti? Mynd:iStock

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið pirrandi þegar makinn hrýtur en sem betur fer eru hroturnar nú yfirleitt ekki svo miklar eða slæmar að fólk grípur til þess óyndisúrræðis að skjóta makann.

En það gerði 47 ára kona þó. Hrotur makans virðast hafa verið orðnar svo slæmar að hún taldi ekki nóg að vekja hann til að reyna að koma á ró í svefnherberginu.

Lorie Morin, 47 ára, skaut kærastann sinn, Brett Allgood, á heimili þeira í Cocoa í Brevard County í Bandaríkjunum af því að hann hraut of hátt að hennar mati.

Allgood var fluttur með þyrlu á sjúkrahús.

Lögreglan taldi í fyrstu að um óhapp hefði verið að ræða, þar sem skot hefði hlaupið úr skammbyssunni þegar Lorie var að rétta Allgood hana. En þegar Allgood gat rætt við lögregluna fór málið að horfa öðruvísi við.

Hann sagði lögreglunni að þau hefðu rifist vegna þess að hann hrýtur og að deilurnar hafi magnast svo mikið að Morin hafi skotið hann aftan frá.

„Hann heyrði háan hvell og vaknaði í blóðpolli og var með mikla verki við hægri handarkrikann,“ segir í lögregluskýrslu að sögn Daily Mail.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hefndi sín grimmilega fjórum árum eftir að hafa fengið vitlaust álegg á samlokuna

Hefndi sín grimmilega fjórum árum eftir að hafa fengið vitlaust álegg á samlokuna
Pressan
Í gær

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau
Pressan
Fyrir 3 dögum

Breskur maður lést í kjölfar hárígræðslu

Breskur maður lést í kjölfar hárígræðslu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað gera Svisslendingar nú? – Trump lagði 39% toll á svissneskar vörur

Hvað gera Svisslendingar nú? – Trump lagði 39% toll á svissneskar vörur