fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Pressan

Hvað gera Svisslendingar nú? – Trump lagði 39% toll á svissneskar vörur

Pressan
Fimmtudaginn 7. ágúst 2025 06:30

Sviss

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er hætt við að verðið á hinum frægu svissnesku úrum, súkkulaði og ostum muni snarhækka í Bandaríkjunum í kjölfar þess að Donald Trump lagði 39% toll á svissneskar vörur.

Sviss er er upprunaland margra af frægustu lúxusvörumerkja heims og stór útflytjandi á rándýrum lúxusvarningi og auðvitað varningi sem er í verðflokkum sem henta almenningi betur.

Sviss fékk á sig fjórðu hæstu tollana hjá Trump, aðeins Laos, Mjanmar og Sýrland lentu í hærri tollflokkum, 40-41%.

Karin Keller-Sutter, forseti Sviss, sagði á föstudaginn að tollarnir hefðu komið mjög á óvart því samningamenn hefðu náð samkomulagi við bandarísku samninganefndina um lægri tolla en svo virðist sem Trump hafi ekki samþykkt þann samning.

Hún sagði að reynt verði að finna lausn á þessu og hún geti ekki sagt til um niðurstöðuna en ljóst sé að þetta muni koma illa við svissneskt efnahagslíf.

The Independent segir að viðskiptajöfnuður Bandaríkjanna við Sviss hafi verið neikvæður upp á 38,5 milljarð dala á síðasta ári og sé það 57% aukning frá 2023.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann
Pressan
Í gær

„Ég var dáinn í sjö mínútur“ – „Þetta sá ég hinum megin“

„Ég var dáinn í sjö mínútur“ – „Þetta sá ég hinum megin“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki aðalhlutverkið i Titanic vegna smábeiðni frá Cameron

Fékk ekki aðalhlutverkið i Titanic vegna smábeiðni frá Cameron
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nú er hægt að leigja lúxushús stórstjörnunnar

Nú er hægt að leigja lúxushús stórstjörnunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfull ofursnekkja með vatnsþéttan peningaskáp hefur verið hífð af hafsbotni – Spurningarnar hlaðast upp – Myndband

Dularfull ofursnekkja með vatnsþéttan peningaskáp hefur verið hífð af hafsbotni – Spurningarnar hlaðast upp – Myndband
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI-maður nauðgaði þremur konum

FBI-maður nauðgaði þremur konum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nakinn á Google Street View – Fær bætur

Nakinn á Google Street View – Fær bætur