fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Pressan

Breskur maður lést í kjölfar hárígræðslu

Pressan
Fimmtudaginn 7. ágúst 2025 07:00

Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

38 ára breskur karlmaður lést nýlega í kjölfar hárígræðslu sem hann gekkst undir í Tyrklandi. Hann hafði farið til Tyrklands, sem er vinsæll áfangastaður þeirra sem vilja gangast undir hárígræðslu, og farið í slíka aðgerð.

Metro segir að aðgerðin hafi farið fram á læknastofu sem heiti CINIK og sé í Besiktas hverfinu í Istanbúl.

Manninum fór að líða illa eftir aðgerðina að sögn OdaTV.

Talsmaður læknastofunnar sagði í samtali við Metro að manninum hafi óvænt farið að líða illa áður en aðgerðin hófst, það hafi átt sér stað á undirbúningsstigi hennar.

Talsmaðurinn sagði að allar viðeigandi og nauðsynlegar rannsóknir hafi verið gerðar áður en aðgerðin hófst og hafi svæfingalæknir haft yfirumsjón með þessu.

Maðurinn var síðan fluttur í skyndi á sjúkrahús og lagður inn á gjörgæsludeild. Læknum tókst því miður ekki að bjarga lífi hans.

Tyrkneska lögreglan og heilbrigðisyfirvöld hafa hafið rannsókn á málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann
Pressan
Í gær

„Ég var dáinn í sjö mínútur“ – „Þetta sá ég hinum megin“

„Ég var dáinn í sjö mínútur“ – „Þetta sá ég hinum megin“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki aðalhlutverkið i Titanic vegna smábeiðni frá Cameron

Fékk ekki aðalhlutverkið i Titanic vegna smábeiðni frá Cameron
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nú er hægt að leigja lúxushús stórstjörnunnar

Nú er hægt að leigja lúxushús stórstjörnunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfull ofursnekkja með vatnsþéttan peningaskáp hefur verið hífð af hafsbotni – Spurningarnar hlaðast upp – Myndband

Dularfull ofursnekkja með vatnsþéttan peningaskáp hefur verið hífð af hafsbotni – Spurningarnar hlaðast upp – Myndband
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI-maður nauðgaði þremur konum

FBI-maður nauðgaði þremur konum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nakinn á Google Street View – Fær bætur

Nakinn á Google Street View – Fær bætur