fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Pressan
Fimmtudaginn 31. júlí 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Sydney Sweeney hefur verið harðlega gagnrýnd í vikunni fyrir auglýsingu sem hún gerði fyrir fatamerkið American Eagle. Um var að ræða gallabuxnaauglýsingu sem gagnrýnendur kalla hreinan og beinan nasistaáróður.

Sjá einnig: Gallabuxnaauglýsing kynbombunnar sögð vera nasistaáróður

Samskiptafulltrúi Hvíta hússins, Steven Cheung, furðar sig á þessum viðbrugðum og segir alla komna með meira en nóg af móðursýkinni í vinstrimönnum.

„Slaufunarmenningin lifir góðu lífi. Þessi brenglaði, heimski og tregi þankagangur frjálslyndra er stór ástæða fyrir því að Bandaríkjamenn kusu eins og þeir kusu árið 2024. Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli.“

Hlaðvarparinn Megyn Kelly hefur einnig gagnrýnt fjaðrafokið og veltir því fyrir sér hvort vinstrið sé gengið af göflunum. „Hún er nú sökuð um hvíta kynþáttahyggju af fólki sem kunni ekki að meta nýju auglýsingu hennar fyrir American Eagle. Hún er að auglýsa gallabuxur sem geðsjúklarnir í vinstrinu halda að hún sé að auglýsa hvíta kynþáttahyggju. Þetta [auglýsingin] er klárlega vísun til líkama hennar en ekki húðlitar, en galna vinstrið mun gera það sem galnir gera.“

Í auglýsingunni umdeildu er leikið að orðum. Orðin fyrir gen og fyrir gallabuxur ríma og leikkonan tekur fram að hún eigi góðar gallabuxur. Samhliða liggur í loftinu að leikkonan er líka með góð gen enda er hún þekkt sem ein kynþokkafyllsta leikkonan í dag. Gagnrýnendur töldu þó að þarna væri hún að segjast vera með góð gen því hún er hvít og með blá augu, alveg eins og nasistar elska. Cheung, Kelly og fleiri hafa þó bent á að þarna er langt seilst til að hneykslast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessar matvörur hraða þyngdartapi og þessar vinna gegn því

Þessar matvörur hraða þyngdartapi og þessar vinna gegn því
Pressan
Í gær

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann

Gafst upp á hrotum kærastans og skaut hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“

Blaðið hefur sýningar í september – „Tilbúin að hrista upp í öllu“