fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Pressan

Móðir játar að hafa banað tveggja ára dóttur sinni sem fannst í tjörn

Pressan
Mánudaginn 28. júlí 2025 19:00

Annabel Mackey. Mynd: Lögreglan í Hampshire.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alice Mackey, 42 ára gömul, hefur játað að hafa banað tveggja ára dóttur sinni. Barnið fannst þungt haldið í tjörn í Kingsley, Hampshire, á Englandi, í september árið 2023.

Litla stúlkan hér Annabel Mackey. Hún hvarf frá heimili sínu þann 10 september 2023. Stuttu síðar fannst hún meðvitundarlaus í Kingley-tjörn. Hún var flutt á gjörgæsludeild sjúkrahúss í alvarlegu ástandi og lést samdægurs.

Móðirin var síðan ákærð vegna láts barnsins. Fyrir Konunglega dómstólnum í Winchester í dag lýsti hún sig seka af ákæru um manndráp. Hún var hins vegar ekki ákærð fyrir morð að yfirlögðu ráði. Vegna andlegs ástands hennar var talið að hún hefði ekki að fullu getað borið ábyrgð á gjörðum sínum en þó var hún metin sakhæf.

Refsing yfir Alice Mackey verður ákvörðuð þann 6. október næstkomandi. Fram að að þeim tíma mun hún sitja í gæsluvarðhaldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Slæmar fréttir fyrir börn sem eiga eða langar í snjallsíma

Slæmar fréttir fyrir börn sem eiga eða langar í snjallsíma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Munnljótu tuskudýrin sem tröllríða samfélagsmiðlum – Safnið telur 150 stykki að andvirði 1,2 milljónir

Munnljótu tuskudýrin sem tröllríða samfélagsmiðlum – Safnið telur 150 stykki að andvirði 1,2 milljónir