Öldungardeildarþingmaður Repúblikana, Tommy Tuberville, telur sig vita hvers vegna Donald Trump Bandaríkjaforseti sást með verulega bólgna ökkla á dögunum. Það sé ekki sökum mataræðis eða hreyfingarleysis heldur út af vinstrimönnum.
„Álagið á manni eins og Trump forseta þessa dagana kemur ekki bara utanaðkomandi aðilum út um allan heim heldur líka frá því að takast á við öfgavinstrimenn þessarar þjóðar,“ sagði þingmaðurinn í útvarpsviðtali. „Á hverjum degi, þetta minnir á handalögmál“
Þetta sagði þingmaðurinn þrátt fyrir að áður hafi komið fram að forsetinn hafi greinst með langvinna bláæðabilun eftir að hann var sendur í bráðarannsókn eftir að myndir birtust af bólgnum fótum hans. Um er að ræða kvilla sem er algengur hjá einstaklingum eldri en 70 ára.
Make no mistake about it: Trump wasn’t just diagnosed with CVI, a serious condition that can lead to heart failure. Visible leg swelling means he’s already at Stage 3, not the beginning. He likely knew for months, probably even before the election, and only disclosed it now… pic.twitter.com/imxvQoHbDo
— Republicans against Trump (@RpsAgainstTrump) July 17, 2025