fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Pressan

Lík fundið í leitinni að horfinni móður – Fór út á bensínstöð að kaupa vínflösku og mjólk

Pressan
Mánudaginn 21. júlí 2025 17:30

Rachel Booth. Skjáskot frá myndband The Sun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lík hefur fundist í leitinni að Rachel Booth sem síðast sást kaupa vínflösku og mjólk á bensínstöð á laugardagsmorguninn. Lögreglan í Cheshire á Englandi hefur greint frá því að lík hafi fundist í stöðuvatninu Oakmere, í dag, tveimur dögum eftir hvarf konunnar.

Rachel Booth er 38 ára gömul móðir. Talsmaður lögreglu segir við fjölmiðla að eftir sé að bera kennsl á líkið en líklegt má telja að þetta sé hin nýhorfna móðir.

Afgreiðslufólk á bensínstöðunni þar sem Rachel sást síðast gera áðurnefnd innkaup segir að hún hafi ekki virst í uppnámi. Ekkert virtist ama að henni.

Fram kemur í yfirlýsingum lögreglu um málið að ekki er talið að hvarf konunnar hafi borið að með saknænum hætti.

Fram kemur í breskum fjölmiðlum um málið að Rachel Booth sé móðir en ekki kemur fram hvað hún á mörg börn.

Tveir ökumenn segjast hafa séð hana á gangi skömmu eftir innkaupin á bensínstöðinni. Móðir hennar trúir þeim vitnisburði og skrifaði á Facebook að dóttir hennar hafi verið í gulri kápu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Öldungur handtekinn fyrir að skjóta leigubílstjóra vegna ágreinings um fargjaldið

Öldungur handtekinn fyrir að skjóta leigubílstjóra vegna ágreinings um fargjaldið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andlát draugarannsakanda vekur óhug – Var á ferðalagi með brúðunni Annabelle

Andlát draugarannsakanda vekur óhug – Var á ferðalagi með brúðunni Annabelle
Pressan
Fyrir 1 viku

MAGA-liðar froðufella eftir yfirlýsingu stjórnvalda um Epstein-skjölin – „ENGINN ER AÐ KAUPA ÞETTA“

MAGA-liðar froðufella eftir yfirlýsingu stjórnvalda um Epstein-skjölin – „ENGINN ER AÐ KAUPA ÞETTA“
Pressan
Fyrir 2 vikum

Varpa upp skýrari mynd af kaldrifjaða sveppamorðingjanum og óvæntar ásakanir berast fangelsinu

Varpa upp skýrari mynd af kaldrifjaða sveppamorðingjanum og óvæntar ásakanir berast fangelsinu